Ég var að spekúlera
Ég vil ekki verða uppiskroppa með filmu í miðjum regnskógi Tælands þegar fílynja fæðir fílabarn 2 metrum fyrir framan nefið á mér. Eða eitthvað álíka. Ætti ég að kaupa stafræna myndavél á fermingartilboði á 15.000 (ég hef megna óbeit á græjum og dettur ekki í hug að eyða miklu í slíkt) eða kaupa hana kannski bara í Bangkok? Eða pakka 10 filmum áður en ég fer í regnskóginn og fílynjan tekur jóðsótt. Éða bara, og þetta gæti reynst besti kosturinn, losa mig alfarið við túristasyndromið og leggja atburðinn bara vel á minnið. Annars er ég nú að ætlast til of mikils af ykkur lesendum mínum að þið hafið skoðun á málinu. En ég lofa að sýna ykkur myndir af dúmbó litla, nýfæddum.