fimmtudagur

Ég var að spekúlera
Ég vil ekki verða uppiskroppa með filmu í miðjum regnskógi Tælands þegar fílynja fæðir fílabarn 2 metrum fyrir framan nefið á mér. Eða eitthvað álíka. Ætti ég að kaupa stafræna myndavél á fermingartilboði á 15.000 (ég hef megna óbeit á græjum og dettur ekki í hug að eyða miklu í slíkt) eða kaupa hana kannski bara í Bangkok? Eða pakka 10 filmum áður en ég fer í regnskóginn og fílynjan tekur jóðsótt. Éða bara, og þetta gæti reynst besti kosturinn, losa mig alfarið við túristasyndromið og leggja atburðinn bara vel á minnið. Annars er ég nú að ætlast til of mikils af ykkur lesendum mínum að þið hafið skoðun á málinu. En ég lofa að sýna ykkur myndir af dúmbó litla, nýfæddum.

miðvikudagur

Skítadagur
Hef ekkert meira um það að segja. Hann er hvort sem er alveg að verða búinn.

þriðjudagur

Á fund Fídels
Madre y padre ætla til Cúbu um páskana. Ég verð að segja að oft hefur mig langað með þeim á vit ævintýranna en nú sem aldrei fyrr. Mér hefur lengi langað til Cúbu. Mamma er búin að óska eftir fundi með Castró, hún hefur eitthvað thing for him. Það er aldrei að vita hver máttur kapítalistanna er í landi kommúnistanna en ég er búin að kenna henni að segja donde vive mi amigo Fídel, ef ekkert annað virkar. Svo er hún auðvitað búin að læra "me duele mucho", minna má það nú víst ekki vera í spænskumælandi landi.

mánudagur

Í dag...
lærði ég, ásamt hinum börnunum í 6AÖ, að Andrés Önd er ekki í gullinsniði. Segiði svo að börnin læri ekki neitt í skólum í dag. Ég lærði ekki um gullinsnið fyrr en í MR, eða kannski var ég ekki bara að hlusta þegar ég var 11 ára.

sunnudagur

Kult/kúltúr
Ég var í Kolaportinu í dag. Unglingaklúbburinn var að selja skran fyrir Danmerkurferð. Merkilegur þessi staður. Ef ég væri mannfræðinemi mundi ég gera verkefni um Kolaportið. Þar er fólk, sem lítur ekki út fyrir að eiga mikla peninga, sem eyðir fullt af hundraðköllum í dót (drasl?) sem aðrir finna í geymslunni sinni. Stelpurnar seldu fyrir 23 þús! Og flestir hlutirnir kostuðu hundraðkall. Best að kaupa plast snúbbíkall með ekkert notagildi. Og Tinna sparibauk, læstum en með engum lykli. Þetta er auðvitað ákveðin kúltúr að vera Kolaportsmanneskja. Og ég er auðvitað mjög ánægð að einhver keypti þetta dót. Og ekki leiddist ungu dömunum.