miðvikudagur

Ég vildi bara deila því með ykkur...
...að ég fékk 9 fyrir bókmenntaritgerð (þessi um Hepzibuh Pyncheon) sem gildir 2.5 einingar. Núna er ég mjög upptekin við að klappa sjálfri mér á bakið.

Þetta nær nú engri átt
Loksins þegar við fáum íbúðina langþráðu þá verð ég bara veik. Úffípúffí. Ég þarf stöðugt að vera í innan við 5 m radíus frá klósetti og get ekki borðað neitt og drekk bara vatn með salti svo ég skrælni ekki upp. En líðanin er samt ekki svo hræðileg og nú er ég að fara að dunda mér við boðskortagerð. Verð vonandi orðin góð fljótlega enda hef ég enga biðlund fyrir svona vitleysu.

þriðjudagur

Drottinn blessi heimilið
Jæja, við fengum loksins íbúðina í gær. JIBBÝÝÝ!! HÚRRRAAA!! Við höfðum um það bil 10 mínútur til að átta okkur á þessu öllu og þá fóru gestirnir að streyma að. En ég átti svo sem von á því enda hafa margir verið nærrumþví jafn spenntir og við Guðni. Og nú byrjar það versta. Það þarf að pússa parketið og mála. Ég ætla helst ekkert að koma fyrr en það er allt búið. Enda er kannski ekki mikil hjálp í mér. En nú ætlum við Guðni að fara þangað til að eiga rólega ígrundunarstund á nýja heimilinu...bíddu með að koma í heimsókn þangað til seinna í dag...plís :)

mánudagur

Guð blessi ökumanninn sem fórnaði bílnum sínum fyrir kisu
Úr mbl.is:

"Lögreglan á Akureyri segir að ökumaður bílsisn hafi verið að reyna að forðast að aka yfir kött sem hljóp út á veginn. Tókst ekki betur til en svo að ökumaður misst stjórn á bifreiðinni sem lenti upp á umferðareyju og umferðarskylti og varð óökuhæf eftir. Lögreglan segir að það sé af kettinum að segja að hann hélt veiðiferð sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist."

Lögð inn eftir rykeitrun
Ung kona var lögð inn á Landsspítala Háskólasjúkrahús eftir að hún hafði andað að sér banvænum skammti af ryki sem hafði safnast fyrir ofan á myndum og skápum í herbergi hennar. Konan var að pakka niður vegna fluttninga og við það þyrlaðist upp ein þrjú kíló af hreinu ryki. Líðan konunnar er eftir atvikum góð en það gerir ekkert til þó hún sé á spítala því hún er hvort sem er ekki búin að fá íbúðina sína :(