laugardagur

Vill einhver kaupa klakk(a)?
Nei, ég vil nebblega komast klakklaust í Smáralindina.

Um aðventuljósin beinu
Í húsum foreldra minna hefur alltaf verið sett upp sjö kerta aðventuljós eins og svomargir þekkja. Aðventljósið er þó frábrugðið flestum þar sem það er beint en ekki í boga eða brú. Eru allir fjölskyldumeðlimir stoltir af ljósinu beina og leika gjarnan þann leik á jólum að reyna að finna önnur slík í gluggum landsmanna þegar keyrt er á milli jólaboða. Þá er kallað "beint" og allir vita hvað það merkir. Það kom því ekki annað til greina en að ég fengi mér beint. Og ég fann það í gær í Europris. Þráðbeint. Hlakka til að setja það í stofugluggann.

þriðjudagur

Mannlífsgreining
Fólki má skipta í tvo hópa. Baðfók annars vegar og svo hina sem fara aldrei í bað. (hér er átt við bað í merkinguni baðkar) Ég vil ekki skilgreina aðra eiginleika baðfólks sem tengir það saman að öðru leiti. Ég er baðkona. Gerði það skilyrði við íbúðarkaup að hafa gott kar. Vil hafa baðið um 35 gráður, vel fullt og ekki er verra að hafa baðolíu ofaní. Mér er illa við freyðiböð. Manni verður kalt af froðunni. Ég verð pirruð á baðkúlum sem leysast illa upp. Annaðhvort vil ég því sölt eða bara basic olíu. Svo á ég líka baðbusta og svamp. Fer Ásdís þá aldrei í sturtu kann fólka að spyrja? Jú, gjarnan. Hitt er bara miklu betra. Ódýr munaður fyrir okkur "bon vivant" týpur. Jæja, verð að fara. Það er alveg að verða fullt, baðið.

sunnudagur

Láki í megrun!
Fitubollu furball er að fara í viku átak. Það helgast af því að ég er að passa hann þar sem foreldrarnir eru erlendis og því enginn til að gauka að honum rjóma, rækjum, harðfiski, ólífuolíu, lambalundum og öðru góðmeti 7 sinnum á dag! Bara ein skál af þurrmat á dag og ekkert kjaftæði. Kannski ég kaupi lítið hlaupabretti í kisusjónvarpsmarkaðnum og kitty-abflex bumbubanann.

Farin að föndra
Já ég er bara farin að hugsa um desember. En ekki jólaföndur þó! Ónei! Ég verð nebblega að fara að föndra skilti til að vera með í Smáralindinni þegar Rannveig keppir næst. Ég er búin að sjá það alveg út og þið verðið bara að bíða spennt. Stepan var auðvitað alveg í skýjunum með árangurinn og systkyni hennar ekki síður stollt. Reyndar kýldi bróðir hennar mig í öxlina af gleði...en ég er búin að jafna mig.