laugardagur

Rómantík í loftinu
Vegna þess að það er rómantík í loftinu (sumir halda að þetta sé bara frjókornaofnæmi) þá langar mig að henda fram einni sonnettu eftir meistara Shakespeare. Hún var valin vegna þess að hún fjallar um að halda ástinni beittri eins og egg og að hana þurfi að fæða eins og matarlystina. Lægðir og hæðir í samböndum eiga að vera eins og sjáfarföllin...koma alltaf til baka að ströndu eða eins og sumar sem allir gleðjast yfir eftir vetur. Augljóslega vissi kallinn sitthvað um ástina. Hann er raunsær og ástin er honum ekkert rósrautt ský.

LVI
Sweet love, renew thy force, be it not said
Thy edge should blunter be than appetite,
Which but to-day by feeding is allay'd,
To-morrow sharpen'd in his former might.
So, love, be thou: although to-day thou fill
Thy hungry eyes even till they wink with fullness,
To-morrow see again, and do not kill
The spirit of love with a perpetual dullness.
Let this sad int'rim like the ocean be
Which parts the shore, where two contracted new
Come daily to the banks, that when they see
Return of love, more blest may be the view;
Els call it winter, which being full of care,
Makes summer's welcome thrice more wish'd, more rare,

Merkisdagur
Í dag, 10. maí hafa mamma og pabbi verið gift í 29 ár en höfðu þá verið saman í sjö ár þar á undan. Ég þykist vita að þau séu enn mjög ástfangin og ég vona bara að við Guðni verðum jafn hamingjusöm eftir 36 ára samband. Svo skemmtilega vill til að settið er einmitt á Akureyri nú um helgina þar sem þau felldu hugi saman á menntaskólaárum sínum. Að ári verður svo stórafmæli og nú þurfa ávextir ástarinnar (við systurnar að sjálfsögðu) að fara að skipuleggja hátíðahöld. Til lykke kære forældre!

MEGA samviskubit
Ég rakst á Mr. Darcy (já alveg eins og í Pr&Pr) í sjoppunni og sagði bara hello. Hann er nebblega að sá sem sér um BA-ritgerðina og ég er ekki enn búin að fara að segja honum að hún verði ekki til nú í vor :( Og nú verður það erfiðar með hverjum deginum. Ég veit ekki einu sinni hvort hann verður eitthvað við í sumar til að lesa yfir fyrir mig. Og ég er núna með svo mikið nagandi smaviskubit og veit upp á mig sökina. Ég VERÐ að fara á mánudaginn til hans og hann má sko bara alveg vera pirraður á mér því þegar ég kom til hans fyrir rúmu ári til að ræða ritgerðina þá sagði hann mér að passa mig á því að draga hana ekki of lengi. Ég sagði bara no way og hló. En hvar er ég nú? Á vegi glötunarinnar, ó já!

föstudagur

Kisan komin í leitirnar
Moli er fundinn! Mikið er ég glöð yfir því og ég veit að vinkonur mínar í Kattholti eru örugglega enn hamingjusamari.

fimmtudagur

Er allt að verða vitlaust?
Eitt stell sem ég sá og var voða flott var ekki svo sniðugt þegar ég skoðaði verðið. Súputarínan kostar !!!!29.000kr!!!! Og elskan hann Guðni sagði bara: "ekki langar mig í þessa súpukanínu, ég mundi bara missa hana" Reyndar sagði hann ekki súpukanínu en hann hefði alveg eins getað það því hann hafði ekki hugmynd um hvað súputarína var og það fannst mér fyndið c") Ég er enn og aftur farin að hugsa um heimskuna á bakvið sparistell sem maður notar einu sinni í mánuði. Mig langar allaveganna ekki í súputarínu sem kostar á við þreföld mánaðarlaun þriðjaheimsfjölskyldu.

miðvikudagur

Skemmtilegt SMS
Ég fékk þetta SMS áðan frá Kristjönu úr enskunni: "Drengur fæddur kl. 12.50 17 merkur og 56cm". Ég var búin að vera að strjúka bumbunni á stelpunni síðustu vikurnar í skólanum og ekki leiðist mér að heyra að bumban sé orðin að barni. Til hamingju Kristjana og co.

Bókasöfn
Bókasöfn eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var ekki gömul þegar mamma fór að kenna mér á gamla spjaldskrárkerfið (enda konan bókasafnsfræðingur) og við mæðgurnar fórum reglulega að velja bækur fyrir kvöldlesninguna. Reyndar er ég alls ekki hrifin af að nota flokkunarkerfin. Best finnst mér að ráfa um og skoða kilina. Svo er svo rólegt andrúmsloft og enginn er dónalegur. Gamla Borgarbókasafnið í Þingholtunum var yndislegt og sakna ég þess mjög en safnið niðrí bæ er alveg stórfínt, þó ekki eins glæsilegt. Ég fór í gær (notaði reyndar tölvuna til að finna það sem mig vantaði) og var ekki alveg viss um að til væru bækur um efnið sem ég vildi fræðast um, en viti menn, það voru til fleiri en ég gat borið heim. Bókasöfn eru undursamlegir staðir.

þriðjudagur

Bara beðið
Ég keypti þennan fína ísskáp í dag og það var það síðasta af hinu allra nauðsynlegasta sem maður verður að eiga til að geta flutt. Það er því allt til reiðu. Reyndar get ég ekki boðið grænar baunir því ég á ekki dósaupptakara.

Vinur minn löggan
Maður einn sem var að læra íslensku fannst ótrúlega fyndið að lögregla væri kvenkyns nafnorð þar sem löggur voru í hans augum stórir og stæðilegir karlmenn. Reyndar hef ég líka haft fordóma í garð lögreglumanna og sagt þá valdsjúka, vitlausa og fleiri ljót orð. En staðreyndin er sú að löggur eru af öllum gerðum og ekki get ég lengur talað illa um löggur. Ástæðan er sú að nú hefur Ólafur Jóhann Borgþórsson þreytt lögguprófið og mun vernda borgara Heimaeyjar í sumar. Hann er sérlega friðelskandi en hlakkar þó mikið til að fara í júníform og geta heillað dömurnar. Kannski ég muni hætta mér eina ferð í Herjólf til að verða vitni að Óla handtaka peyja fyrir ólöglegar lundaveiðar.

Ánægjulegar stundir með Jane
Við Jane hlæjum saman uppi í rúmi um þessar mundir. Nei, ég er ekki komin með hjákonu heldur er ég að lesa fyrir BA-ritgerðina. (já, ég er enn að) Þessa stundina er það Emma blessunin sem kitlar hláturtaugarnar. Það versta við góðan söguþráð er að þegar maður hefur einu sinni lesið hann þá getur hann ekki komið manni á óvart aftur. Þess vegna veit ég að Emma getur bara hætt að vera svona önug við Mr. Knightley því þau munu enda saman. En þess í stað nýt ég listilega vel skrifaðs texta og undirliggjandi kaldhæðni.

mánudagur

Nýjasta nýtt
Af okkur héðan af Nesinu er það helst að frétta að Guðni getur ekki borðað af fagurgrænu leirtaui og ég hef verið úrskurðuð vel heyrandi af sérfræðingi (!!!). Það síðarnefnda kemur öllum vinum og vandamönnum verulega á óvart enda vita allir að ég heyri ekki baun. Þó hlýt ég að fagna nýfundinni heyrn. Doksi benti mér á að stinga heyrnartappa í eyrað þegar ég fer á Kiss tónleika í höllinni. Og ég sem var einmitt að kaupa miða!