fimmtudagur

zap

Úr Árbók Framtíðarinnar 1999
Ég fann hana í ruslinu hjá mér og það sem bekkjarfélagar mínir skrifuðu til mín kippti mér fljótt uppúr nostalgíukastinu. ÞAð minnti mig nebblega á að það var nú ekkert alltaf blessuð blíðan í honum El cinco C. Reyndar held ég að eftir það ár höfum við verið sérlega þreytt...eða hvað? En hér koma nokkrar glefsur:


Kömmsystur og fleiri dónar:
Berglind Jóh: "Hætta að ríða um sextugt"? Ásdís, bíddu bara, þú verður sko flengd í sumar!! Gracias, ég er nú heyrnarlaus kona! (hún flengdi mig aldrei)
Arna Vala: Ástartígrinn minn, ég vona að þú litla kanína fáir nóg af stórum gulrótum oft á dag! (hmm, hvað er hún að segja stelpan)
Kata: Ég fýla sudda....Lei lei. (já já Kata mín, það vita nú allir)


Fullorðnu stelpurnar:
Þórey: "þú ert einstök en hver er það ekki" (fallega orðað hjá henni...hún meinar skrítin held ég).
Þórhildur: "það er vont en það venst" (hún er að tala um mig þessi elska)
Kristín: "við erum oft á öndverðum meiði..." (Löngu gleymt og grafið)


Strákarnir:
Jón Sigurður: "Þú ert yndisleg, þúsund kossar" (svo teiknar hann hjarta og blóm þessi öðlingur)
Doddi: "..,ýmsir gullmolar gubbast upp úr þér. Nei það er ekki kalt hérna" (Víst Doddi, það var alltaf kalt, hvernig ætli honum líði í Miami..hahahah, alltaf heitt)
Ási: "our htskla urhglk afgaknbv," (það skilur enginn skriftina hans Ása)
Bjössi: "...þriðja árið okkar gengið um garð og ég býð spenntur eftir því fjórða" (Eins og gott hjónaband bara)


Skondnar stelpur:
Berglind: "það er gaman að fara með þér að kaupa mat" (og það gerðum við ekki lítið af Berglind mín)
Hildur: "...en ég ætla ekki að vera meira væmin og sæt því ég er mother fucking töffari" (orð að sönnu)
Sandra: "þú ert mitt sessunaut fyrir lífstíð" (Og þú mitt Sandra)


miðvikudagur

I´v got the MR blues
Ég skoðaði blogg hjá einhverjum MR-ingi útí bæ í dag og þar var linkur á skólafélagið. Og vaaááá hvað heimasíðan sendi mig í nostalgíukast. Þar er að finna myndir, afmælisbörn dagsins og ýmislegt sem minnti mann á liðna tíð. Meira að segja verið að kvarta undan Kösu eins og í gammelinn. Ég ætla að reyna að komast í 6.bekk eftir BA-gráðuna. Nenni sko ekki aftur í stærðfræðina aftur. En ég var á námskeiði um daginn með engri annarri en eðalkennaranum Siggu Jó. Mér var hugsað til einhverra leiðinlegra ummæla sem ég hafði látið út úr mér þegar ég var ung og óhörnuð um einhver brjóst á röngum stöðum. Sá eftir því. Sorrý, ég er vond.

Kallið mig kjána, en...
..ég keypti 3 jólagjafir í dag. Allar í Debenhams á 15% afslætti. Græða græða. Ég er ekki búin í prófunum fyrr en 21 des og þá er svo stutt í jólin að ég hef engann tíma fyrir öll gjafakaupin þá.

þriðjudagur

Jah hénna hér
Það er ekki að spyrja að þessum vinum mínum. Hildur ellt af brjáluðum Marokkóbúum um stræti Madrídar og Styrmir kunningi minn rabbar við Arafat í dágóða stund í höfuðstöðvum hans. Heimurinn er skooo lítill.

Pizzugufa dauðans
Ef þið hafið ekki orðið fyrir alvarlegri pizzugufuárás þá getið þið reynt þetta: Hringið í pizzustað og pantið 13 pizzur. Sækið pizzurnar og setjið þær glóðheitar í bílinn. Bíðið í um 2 mín og reynið svo að bakka úr stæðinu ykkar án þess að klessa bílinn fyrir aftan ykkur. Mér tókst það ekki. :(


Find your inner Smurf!


Ææ, ég vildi nú helst ekki vera hann. En betra en fýlustrumpur.