fimmtudagur

Hrár fiskur
Á föstudaginn á ég von á matargestum sem væri ekki frásögu færandi nema vegna veitinganna. Það er ætlunin að bjóða upp á sushi. Ég kann ekkert að búa það til en Margrét Rós er sushifróð með eindæmum og ætlar að vera yfirkokkur. Sérlega spennandi. Það verður því enginn súrmatsbragur á þessum bóndadegi. Enda held ég að hrár fiskur sé betri en úldið kjöt.

þriðjudagur

Nýtt blogg
Kjartan vinur minn Vídó hefur hafið annálaritun og er linkurinn hans kominn hér til hliðar.
Hann er fyrirmyndarfaðir, góður kokkur og sjalli. Upphaflega var ég titluð Ásdís krati á síðunni hans en ég mómælti því enda leiðist mér að vera bendluð við pólitík, sem ég hef andstyggð á. Kjartan breytti því þá í Ásdís prestsfrú og líkar mér það betur þrátt fyrir að það sé einnig rangnefni, enda maðurinn minn bara orðinn prestur upp að pung og enginn veit hvort það muni stíga honum til höfuðs að lokum. (skemmtilegur orðaleikur ekki satt?)


You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anythind
cheesy look really good (like sliding down
stairs on a shield shooting arrows or wearing
pointy ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla


Váá! Og mér sem fannst hann lang sætastur í LOR.

mánudagur

Rækallans!
Eftir að hafa klæjað ærlega í kollinn í sirka viku eftir að ég heyrði að fundist hefði lús í hinum annars krúttlega 6 ára bekk sem ég er um þessar mundir að kenna, þá varð mér heldur betur um sel að heyra á kennarastofunni að einhver nemandanna væri með ....NJÁÁÁÁLG!!! Fari það norður og niður! Á morgun mæti ég með grímu, gúmmíhanska og sundhettu...ellegar snoðuð. Borða ekkert, fer ekki á tojaranna og snerti börnin helst ekki neitt.

sunnudagur

Álfakroppurinn mjóvi
Ég var á þeim háheilaga stað Skálholti um helgina. Svo skemmtilega vill til að með í ferð var Snæfríður nokkur. Og viti menn, hún er há, grönn og falleg rétt eins og nafna hennar Íslandssól (með dökkt hár þó) sem var einmitt heimasæta þar á bæ. Fyrirsögnin hér að ofan var höfð um þessa skáldsagnapersónu, en á ekki við mig að neinu leiti þar sem ég get ekki lengur troðið mér í gegnum götin á Skálholtsskólaveggjunum eins og ég hef gert mér að leik undanfarin ár. Er það vegna spiks og ég hugleiddi jafnvel að fara í megrun. En það leið yfir á um 4 sekúndum. Ég verð hvort sem er aldrei Snæfríður Íslandssól.