þriðjudagur

Þögnin rofin
Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Allt í einu var sem gaspraraþörfin væri horfin. Nennti ekki að blogga fyrir mitt litla líf. Og það sorglega er að þörfin hefur ekki komið enn. Ég er bara veik heima núna og hef ekkert betra að gera. En það er ekki eins og heimsbyggðin hafi staðið á öndinni á meðan. Ég fékk bara tvær áskoranir um að byrja á ný. Takk Hildur og Bryndís!