föstudagur

Tannlæknaferð
Ég hef farið tvisvar á ári í Valhöll (sem er í raun full tannlæknum en ekki sjálfstæðismönnum) síðan ég fór að taka tennur. Í dag fór ég eina slíka ferð með mömmu. Ég fer alltaf með mömmu. Það er gert af sparnaðarástæðum enda kostaði ferðin í dag á við mánaðarlaun þriðjaheimsfjölskyldu. Ég kyssti mömmu bara vel fyrir. Núna eru sennilega margir sem hvá, enda löngu farnir að fara sjálfir til tannsa. En ég er dekurrófa og mamma veit að ég myndi ekki tíma að fara í regluglegt tékk sjálf. Það er slæmt því í dag var mikið gert í stólnum. Borað, lakkað, og teknar myndir. Það versta var þó að tannsi sagði að ég væri með tannstein! Tannstein! Ér ég einhver gamlingi eða hvað?

miðvikudagur

Hissa
Kannski er ég einfeldningur en fólk kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Fyrir ári var ég með kennara sem allir voru fegnir að losna við á eftirlaun því hann var alveg svaka gammel og rausaði bara. Hann er samt alveg góður gamall kall. Í gær sagði mér ein bekkjarsystir mín mér að hún hefði hitt hann "for lunch" nokkrum sinnum eins og ekkert væri eðlilegra!!!! Ég sagði að hún væri einstök, því hver annar myndi gera svoleiðis fyrir einmanna gamlingja. Hissa var ég, en ekki var þó öllu lokið. Stúlkan tjáði mér næst að önnur bekkjarsystir okkur hefði farið nokkrum sinnum með honum í mat og svona eitthvað fleira. *gap* Hann væri bara svo skemmtilegur og gaman að tala við! Svo var horft á mig eins og ég væri geðveikt barnaleg og tryði ekki að kennarar gæti ekki líka verið skemmtilegar manneskjur. Sem ég veit að þeir geta by the by. Það er ekki málið. Ég er bara svo hissa á fólki. Aldrei myndi ég hafa gert þetta. Ég held ég verði að fara að pússa geislabauginn og finna mér gamlan kennara til að vera góð við og finnast skemmtilegur. Veit einhver númerið hjá Eyjólfi Kolbeins?

þriðjudagur

Maður dagsins
Er yfirsnillingurinn Hildur Edda Einarsdóttir því ef hún héldi um tauma heimsins þá væri stríð eitthvað ofaná brauð. Hildur, þú færð mitt atkvæði, þó þú sért fótbrotin.

mánudagur

5 mínútur að telja fram
Ég þurfti að fylla út í heila 3 reiti á skattframtalinu mínu og það reyndist mér afar auðvelt. Þetta er hinsvegar í síðasta sinn sem ég slepp svo auðveldlega. Næst ár verð ég samsköttuð með íbúð og skuldir. Ég hef þó á tilfinningunni að margir séu að gera úlfalda úr mýflugu þegar þeir væla yfir framtalinu. Ég kemst að því að ári.

sunnudagur

Bíó
Fór með Góa og Guðna að sjá Lilja 4-ever. Langt síðan ég hef séð jafn áhrifaríka mynd. Hún velti upp þeirri spurningu hversu líf manns þarf að vera hræðilegt til þess að maður geti sannfærst um að binda á það endi. Góð mynd fyrir þá félaga í Deux ex cinema til að skoða. Annars var gaman að hitta Góa. Hann ætlar að trylla gelgjurnar í sumar og syngja í Grís með Birgittu Haukdal og Jónsa. Hann verður örugglega alveg æði, vatnsgreiddur í afabol og þröngum gallabuxum. Strax farin að hlakka til :)