föstudagur

Í útlöndum barasta
Ég fékk mér núðlur á Núðluhúsinu í hádeginu. Þegar ég fer þangað líður mér alveg eins og ég sé í útlöndum. Ekki af því að þetta er Tælenskur veitingastaður heldur af því að það er svo mikil heimsborgarstemmning að fá sér svona ódýran austurlenskan í hádeginu. Ég fíla mig sem heimskonu með núðlurnar í Takeaway öskju. Og ef þið hafið ekki smakkað núðlur með kjöti á The Noodlehouse í downtown Reykjavik þá eigið þið mikið eftir. Þær eru svo góðar! Þess má geta að ég geri hvað sem er um þessa mundir til að fíla mig eins og í útlöndum því ég hef ekkert farið í sumar og er orðinn frekar desperat.

History er búin að vera uppáhalds platan mín í 7 ár! Jafnvel meira

Muniði eftir þessu?
Bidda Jóns er ekki' ástin mín, hún er bara stelpa sem...hvernig endaði þetta HIldur?

OOo...jess
Þeir eru að spila Mikael Jackson á bylgjunni. Ég er sko í föstudagsskapi. Billy Jean is not my lover!

fimmtudagur

Útvarpsleikrit vikunnar
Á: Læknir læknir, það leið yfir mig (næstumþví)
Læknir: Get over it girl! Þetta kemur fyrir margar stelpur!
Á: allt í lagi þá. Bless

6A-stelpur
Ég ætla að nota mér síðuna mína til að minna gellur aldarinnar á hitting. Lestu póstinn þinn og make yourself available! Endilega stingið uppá dagsetningu eða stað. Ég hef heyrt að Ozio sé enn mjööög heitur. ;)

miðvikudagur

Menningarnótt
Komið endilega við í Hallgrímskirju á menningarnótt. Þar verð ég með sköpunargleðihorn. Þú getur tekið þér pensil í hönd og látið sköpunarandann koma yfir þig á maskínupappír. Free of charge. :)

Drama á bráðavaktinni
Ég var heima í gær vegna slappleika. Ástæðan fyrir slappleikanum var nokkuð áhugaverð og læt ég þessa sögu fylgja til að útskýra málið.
Þegar ég sótti Guðna á Sorpu á mánudagskvöldinu var greyið búinn að stinga í sig skrúfjárni og þótti okkur réttast að skella okkur á bráðamóttöku landsspítalans þrátt fyrir að áverkarnir væru minniháttar. Þegar þangað kom var okkur fljótlega vísað inn á stofu þar sem við biðum stutta stund. Á meðan spjölluðum við hjúin um daginn og veginn. Ekkert amaði að fyrir utan sárið litla sem hætt var að blæða úr. Þá kemur aðvífandi unlæknir sem er afar viðkunnarlegur og byrjar að gera að Guðna og segist þurfa að sauma eins og tvo spor. Á meðan að þeir spjalla fer mér að líða undarlega. Skyndilega verður mér flökurt og finn að ég er að hvítna upp. Ég er um það bil að fara að afsaka mig og fara fram á salernið þegar ungi læknirinn biður mig að ná í einhverjar grisjur úr hillu. Ég stend upp og finn þá að ég er um það bil að fá aðsvif en reyni að aðstoða lækninn. "þetta er þarna í hillunni með bleikum miða" heyrist mér hann segja því nú er ég farinn að missa heyrn all verulega. Ég teygi mig hálf meðvitundarlaus eftir grisjunni en segji "afsakið ég held að það sé að líða yfir mig!". Ég reyni að hitta á hilluna þar sem grisjurnar voru en er eins og ölvuð manneskja og Guðni hváir við, heldur að ég sé bara alveg að fara yfirum. Ég sé ekki hálfa sjón og riða. Unglæknirinn er þegar hér kemur við sögu staðinn upp, hættur að huga að slasaða manninum og farinn að hafa meiri áhyggjur af ungu píunni. Biður mig að setjast niður og segjir í leiðinni "þetta er allt í lagi, svona geris oft hér" Eins og ég sé ein af þessum aumingjans ræflum sem þola ekki að sjá blóð. Hvað þá að koma inn á spítala. Svo er ég leidd fram á gang (af því ég þoli greinilega ekki að horfa á manninn minn þjást með opið sár á hendi)! "Stelpur, gætuð þið gefið þessari vatnsglas henni líður illa hérna inni" Ooooohhh...ég eins og mega hálfviti og skammast mín ekki lítið. En jafna mig frammi á biðstofu. Tekið skal fram að ég er fullfær um að vera viðstödd krufningu án þess að blika auga. Ég er núna að reyna að sannfæra alla um að ég sé ekkert smeik við spítla og líka að ég sé sko ekki ólétt. Ég veit ekki hvað amaði að en útiloka tilfinningarlegar spítalahræðsluhugsanir. ÉG ER EKKI SPÍTALAHRÆDD! Guðna heislast eftir atvikum vel. Stolt mitt er verulega sært.

mánudagur



I am linus

Which Peanuts Character Are You Quiz



Ég á snúbbí sokka.

Fólk sem bloggar meðvitað
Mér leiðist þegar fólk er að reyna að vera ögrandi, óháð, ádeilandi og ofsalega meðvitað um allt. Ég veit bara nóg um mjög fáa hluti til að geta úttalað mig um þá. Ef ég fer að deila á rafeindaverkfræði eða kjördæmaskipan...látið mig þá vita. Ég ætla að reyna að halda mig við bókmenntir og vandamál kristilegs æskulýðsstarfs í borginni. Ég hefði kannski átt að sleppa draumráðningunni hérna áðan? Ég veit ekkert um draumráðningar.

Draumráðning
Í nótt dreymdi mig martröð sem sviftir hulunni af öllum mínum dýpstu áhyggjum. Ég var í Hagkaup að máta brúðarkjóla (martröð #1 : að þurfa að kaupa brúðarkjólinn minn í Hagkaupum), en, viti menn, ég var of feit í alla kjólanna (martröð #2: að verða svo feit að ég kemst ekki í einn einasta brúðarkjól.) Þá fattaði ég allt í einu að ég var ekki svona feit, heldur var ég ólétt! (martröð# 3: að verða ólétt). Þar með var mér allri lokið. En ekki martröðinni. Það var nebblega svo heppilegt að aðstoðarkonan í Hagkaupum (sem hafði verið fruntuleg við mig af því ég var svo feit, en skánaði heldur þegar uppgötvaðist um ástand mitt) átti einmitt sónartæki í búðinni (hagkaup farið að selja vörur fyrir heilbrigðisgeirann). Hún skellti tækinu á mig og þá kom það í ljós að ég átti von á þríburum!!!! (martröð #4: að eignast fleiri en einn grísling í einu). Þá átti ég ekki meira til en vaknaði í svitakófi yfir þessu öllu. Ég held að þetta sé versta martröð sem ég hef fengið í langan tíma. Hún afhjúpar mig gjörsamlega.

The Wedding Crasher
Þetta er ekki nýjast myndin með Jackie Chan. Ég náði nebblega að vera viðstödd tvo brúðkaupspartý á laugardag, án þess að vera boðin. Í Gróttu var verið að gefa saman par að heiðnum sið. Ég horfði að sjálfsögðu á úr fjarlægð. (konan var í lopapeysu og tjullpilsi!!!) Það var nú reyndar lítið partý. Bara brúðhjónin, vottar og goðinn. Síðar um daginn ruddist ég inn í Oddfellowsalinn í Vonarstræti þar sem veilsan átti að byrja eftir 10 mín. Mjög flottur salur. Nokkrir gestir komnir en ég fór nú aður en brúðhjóninn komu. Ég kann mig nú!

Turen gar til Bomsedal
Í gær var nú glatt á hjalla. Við Hildur og Berglind fórum að týna ber. Eftir ferðina get ég lagt fram þessar afleiður. Ég er haldin bláberjaspennu og legg því of fljótt af stað. Hildur er lélegur bakari og því verður hún að kaupa allt sitt bakkelsi. (léleg hustru). Amboð fást gefins í suðurveri. Berglind er öflugur týnari. Hildur er lélegur týnari. Ég miðlungs. Engin eru krækiberin í Botnsdalnum. Bláberjafræðingar í útvarpinu eru rugludallar. Berglind þekkir engann lækni og er þetta henni áhyggjuefni. Hildur ætlar ekki að mennta sig í heilbrigðisstétt. Engin bláber eru í Danmörku. Gaman er að týna ber í góðra vina hópi. Mér finnst bláber ekkert sérstök með mjólk og sykri. Bláberin munu sennilega fara til spillis. Takk og bless.