laugardagur

Mamma
Hún mamma hefur illan bifur á tækjum. Þess vegna hefur hún alltaf harðneitað að taka það í mál að fá sér gemsa. En pabbi fær sínu fram, sama hvað það kostar. Hann fór þá leið að finna fyrst sumarbústaðarland og lætur síðan byggja bústað þar. Það hefur lengi verið draumur þeirra hjóna að eiga einn slíkan í ellinni. Eeeen, síðan veitti hann mömmu náðarhöggið. Sagði að hún yrði nú einhvern tímann ein í bústaðnum þannig að hún yrði að fá sér gemsa sem öryggistæki. Og í gær hringdi kellan í mig úr nýja símanum sínum, bara nokkuð keik. Snjall hann pabbi.

fimmtudagur

Já, það sést að ég hef ekkert betra að gera....

music
Good. You know your music. You should be able to
work at Championship Vinyl with Rob, Dick and
Barry


Do You Know Your Music (Sorry MTV Generation I Doubt You Can Handle This One)
brought to you by Quizilla

Vá!
Góður kunningi benti mér á þetta próf sem finnur út hvort þú ert kona eða karl. Bara ef þú værir ekki viss. Ég er 86% kona. Merkilegt.


Fyndið
Bráðfyndin frásögn af misheppnuðu starfsviðtali er að finn hérna
Þess má geta að umrædd stúlka er útskrifuð af fluffreyjudeildinni rétt eins og ég.

Slúður dagsins
Maðurinn minn hefur lagst þrisvar sinnum undir hníf lýtalæknis! Þetta er nokkuð sem ekki allir vita og maður myndi jafnvel búast við fríðara smetti fyrir vikið. Nei djók. Hann hefur í raun bæði farið í fegrunar og lýtaaðgerðir. Lýtin voru ör sem voru á vörunum hans eftir hjólreiðaslys og átti með réttu að lagfæra. Fæðist börn Guðna hins vegar með samskonar útlit og var fegrað á Guðna, og var honum af Guði gefið, þá veit ég hreint ekki hvort þau fái mitt leyfi til að láta lagfæra slíkt. En hvað ef þau verða uppnefnd? Erfið spurning. En það á ekki að laga andlit sem ekkert er að, það á að laga hin börnin sem uppnefna. Það á að laga sjálfið í barninu. Guðni er mér ósammála og segir að ég hefði aldrei byrjað með honum ef hann hefði enn haft "dúmbóeyrun" sín (orð hans). Geta stór eyru komið í veg fyrir lífshamingju og jafnvel ástina?

Partýboð sem gleður
Hrós dagsins fær Arna Vala fyrir að hóa í mannskapinn og skipuleggja partý sem var löngu orðið tímabært. Gladdi mig afskaplega mikið.

miðvikudagur

Morgunstund gefur gull í mund
Við Guðni erum búin að vera mjög sein í vinnu og skóla undanfarnar vikur. Þegar klukkan hringir á morgnana ýtum við alltaf á snooze að minnsta kosti einu sinni ef ekki oftar. Áður fyrr vissi ég vart hvar snooze takkinn var en nú er ég föst í vítahring snooze-ins og er svo komið að ég er að hugsa um að líma fyrir takkana. Þetta er ginningartakki skrattans. Það minnir mig á ágætis orðatiltæki: you snooze, you loose.