Mamma
Hún mamma hefur illan bifur á tækjum. Þess vegna hefur hún alltaf harðneitað að taka það í mál að fá sér gemsa. En pabbi fær sínu fram, sama hvað það kostar. Hann fór þá leið að finna fyrst sumarbústaðarland og lætur síðan byggja bústað þar. Það hefur lengi verið draumur þeirra hjóna að eiga einn slíkan í ellinni. Eeeen, síðan veitti hann mömmu náðarhöggið. Sagði að hún yrði nú einhvern tímann ein í bústaðnum þannig að hún yrði að fá sér gemsa sem öryggistæki. Og í gær hringdi kellan í mig úr nýja símanum sínum, bara nokkuð keik. Snjall hann pabbi.