Hver man ekki eftir þessum hérna?
Ekki áttum við systurnar margar plötur en þessi var sko í uppáhaldi. Ég man eftir mér sitjandi við plötuspilarann heima á Leifsgötunni að hlusta á Minipops. Ég starði tímunum saman á plötuumslagið og fannst blessuð börnin alveg stórfurðuleg en var í senn full aðdáunar.
Fékk eitt lagið sem þau tóku alveg pikkfast á heilann í dag. Man reyndar bara eftir viðlaginu: I think I´m going Japanese, I think I'm going Japanese. I really think so. Djúpt! Ég var að keyra ofan af flugvelli í morgun því mamma var að fara alla leið til Japan, nema hvað, og þá laust þessu í huga minn.