Bryndís bloggar
Elskulega diddan mín er komin í sex vikna afvötnun á Vog. Nei djók, þurfti bara að krydda færsluna aðeins. Hún er í Halifax að rannsaka veirur. (Eins og það sé eitthvað skárra en að vera í meðferð :) Bryndís bloggar því í fyrsta sinn til að leyfa okkur að fylgjast með ævintýrum sínum í Kanada. Það er gaman, en við munum sakna hennar mjög. Hún er með lítinn kúlubúa með sér sem verður örugglega orðinn alveg risa þegar við sjáum þau næst. Kíkið á kelluna!