Strákamynd
Í gær píndi ég mig til að horfa á Apocalypse now, þ.e. þangað til ég nennti ekki meir þegar um 15 mínútur voru eftir. Ég rembdist við að horfa, ekki bara af því hún á að vera svo góð heldur vegna þess að ég neyddist eitt sinn til að klóra mig í gegnum Heart of Darkness, sem myndin er byggð á. Ég komst að því í gær að bæði bókin og myndin falla undir skilgreiningu mína á strákavælu. Orðið strákamynd er einhverskonar svar við orðinu kellingamynd. Mynd búin til af kalli fyrir kalla og um kalla. Þar er til dæmis ein regla sú að það er bannað að brosa í strákamyndinni nema þá ef vera skyldi kaldhæðnislegt bros eða útaf klámbrandara. Nei, ég þarf sko rómantík til að nenna að horfa á sjónvarpið. Íranska myndin á sunnudaginn var, það var sko skemmtileg mynd. Falleg, raunsæ og hjartnæm!