miðvikudagur

Extranjero
Við Guðni ætlum að láta fuglaflensu sem vind um eyru þjóta og bjóða monsoon vindunum byrginn. Við fljúgum til Bangkok þar sem Bendt bíður okkar með bros á vör (hvað eru mörg b í því) þann 4 ágúst. Jibbý skibbý! Nú bið ég Thailandsfróða vini mína (og þeir eru einhverjir) um góð ráð. Þetta er þegar komið á dagskrá: fílareið, snorkl, Hill tribe trekking, thailenskt nudd og kannski sólböð ef regntímabilið leyfir. Þetta er ekki á dagskrá: að láta marglyttu drepa sig, að láta fuglaflesnu drepa sig, að týnast í Bangkok og alls ekki láta blóðsugu bíta sig í frumskóginum.

mánudagur

Bless kex Margét Rós
Hún flytur brátt búferlum til Deutschland. Ég mun sakna hennar. En aldrei er neitt svo slæmt að ekki boði eitthvað gott. Hún sendi nebblega mjög dýrmætan mun í tímabundna ættleiðingu til MÍN!!! Ég þakka ábyrgðina Margét og ég mun passa BBC útgáfuna þína af Pride and Prejudice eins og mitt eigið barn.

Check it out show!
Er nýja kommentakerfið að virka? Það er ekkert gaman að standa í annálaritun ef maður fær aldrei fídbakk svo að ég dreif í að setja nýtt kerfi inn. Eddí læji?

sunnudagur

No comment
Nú hef ég tekið niður kommentakerfið því það var endanlega hætt að virka. Kannski set ég upp nýtt, ef ég nenni.

Menningarleg hungursneyð
Á menntaskólaárum mínum var ég kúltíveruð; átti ársmiða í leikhús og fór á miðvikudögum á Listasafn Íslands (frítt inn dagur sko). Á seinni árum hef ég því miður hætt að vera kúltíveruð. Ég veit ekki af hverju því mér finnst það gaman. En í gær fór ég í leikhús á Erling og skemmti mér konunglega. Og nú ætla ég að reyna að fara á listasafnið líka, jafvel þó það sé skítasýning því maður þekkir jú ekki mannlífið nema að hafa skoðað það í gegnum spegil listarinnar.