miðvikudagur

Noget nytt
Ég hitti nokkrar hrefnur úti á Faxaflóa í morgun. Þær voru sætar. Svo lærði ég að rétt fyrir aftan Geldinganes búa 30.000 lundar í góðu yfirlæti á litlum kletti. Þetta vissi ég slet ikke. Ekki seinna vænna að kíkja á hvalina, stærstu spendýr veraldarinnar sem búa við bæjardyrnar okkar, áður en maður fer hálfa leiðina í kringum hnöttinn til að sjá fíla.

mánudagur

Misjöfn eru morgunverkin
Við Guðni eigum eins árs brúðkaupsafmæli í dag. Í dag þarf ég að taka til og vaska upp. En til að skemma nú ekki glansinn sem dagurinn hefur yfir sér ætla ég að gera það með slörið á mér. Það er bara við hæfi. Það verður grillaður skötuselur í matinn en við hjónin ætlum að borða restarnar af brúðartertunni í desert, sé hún enn æt eftir árs veru í frystikistu móður minnar.