miðvikudagur

Götunöfn
Ég er áhugamanneskja um athyglisverð götunöfn og því er nýja könnunin um þau. Þar hef ég safnað saman þeim sem eru í uppáhaldi hjá mér og þið megið kjósa það sem þið teljið best heppnað. Könnun þessi kemur í beinu framhaldi af því að ég er að flytja í götu með ekki svo vel heppnuðu nafni, Trönuhjalli. Það eru engar trönur (?) á Íslandi og þeir sem hafa ekki vald á íslensku halda alltaf að hjalli sé það sama og hjallur og það er aldrei gott að búa í því síðarnefnda. Önnur götunöfn sem fá mig til að brosa útí annað eru: (megrunar)Kúrland, Gránufélagsgata, Fákafen (mamma fann uppá nafninu!) og H.C. Andersens Boulevard í Kaupmannahöfn.

þriðjudagur

Hringur í 3 ár
Nú er ég búin að vera trúlofuð í 3 ár. Það versta er að ég man ekki hvort það var 11 eða 12 feb. En það var á laugardegi þannig að ég get tékkað á því. Guðni bað mín í hægindastólnum hennar mömmu sem hann vill endilega fá í íbúðina okkar (Mamma notar hann sko aldrei). En mér finnst hann hörkuljótur og vil ekki sjá hann. En þó verður að segjast að hann hafi tilfinningalegt gildi. Ég er þó alltaf að minna sjálfa mig á að hlutir eru bara hlutir. Móðir Theresa átti bara eina litla tösku með auka nærjum og tannbusta. Hún ferðaðist með þetta út um allan heim og ekkert annað átti hún. Svo var töskunni stolið. Þá sagði hún að það væri gott því loksins væri hún laus við að hafa áhyggjur af öllu forgengilegu. Hún sagðist aldrei hafa verið hamingjusamari. Af þessu má læra börnin góð.