mánudagur

debit/kredit
Ég er komin aftur. Það markverðasta í ferðinni var örugglega Tony Campolo, magnaður predikari sem var andlegur ráðgjafi Clintons í Moniku hneykslinu. Hann er sjötugur fýr sem heldur 400 fyrirlestra á ári og er sennilega einn fyndnasti maður sem ég hef hitt. Við Guðni erum enn að flissa að þessum: "I'm so old that when my wife says to me "Tony, lets go upstairs and have sex" I answer "I can't do both!"
Lágpunktur ferðarinnar var örugglega að sitja við hliðina á Guðna á Les Miserables. Hann var eiginlega mesti vesalingurinn í leikhúsinu eftir að þurfa að sitja í þrjá tíma undir hádramatískum söngleikjalögum. Ekki gott krakkar, ekki gott. Svo sá ég Leonardo DiCaprio. Sko í alvöru næstumþví.