miðvikudagur

Mömmulof
Mömmur eru æðislegar. Sérstaklega þegar manni finnst allir vera á móti sér. Þá róa mömmur mann mikið. Allaveganna mamma mín, en ég tel reyndar að hún sé alveg einstök, en ég er þó dálítið hlutdræg.

þriðjudagur

Enn ein ástæða til að fara í máladeild

Kom í ljós að dúxum í menntaskóla og ættingjum þeirra var mun hættara við geðveiki. Einnig skoðaði Jón sérstaklega þá sem luku stúdentsprófi árin 1931 til 1960 frá stærðfræðideild MR. Hætta á geðveiki meðal ættingja stærðfræðideildarstúdenta var tvöfalt meiri en búast mátti við.

Pæling
Tilviljun er aldrei kölluð tilviljun nema hún sé skemmtileg. Ef hún er slæm þá er það bara kallað óheppni. Am I right?

mánudagur

Andrés Önd
Nú um páskanan hef ég valið mér lesefni við hæfi, eða þannig. Ég er búin að lesa nokkur hefti af Andrési Önd. Hann er bara nokkuð skondinn. Eða kannski ekki hann per se, mér þótti nebblega, og þykir víst enn, Jóakim og Andrésína skemmtilegust. Sem er fyndið því þau eiga að vera fulltrúar ýmissa lasta og síður en svo til eftirbreytni. Frændurnir þrír berrössuðu finnast mér óþolandi leiðinlegar týpur. Og Mikki er klénn naggur, enda beið ég í klukkutíma í Disney World eftir að fá að taka í höndina á honum. Og þetta eiga samt að vera "bestu" gæjarnir. Það sýnir auðvitað á Freudískan hátt að ég er hörku pía sem elskar peninga og fer illa með menn og hatar skáta. En mér fannst Hexia samt aldrei skemmtileg.

Loksins...
...get ég verið með í umræðunni. Fór á passíuna í dag. Ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst hún ekki of blóðug. En ég hafði heyrt að maður fengi aðsvif yfir hýðingunni. (Kannski er ég harðbrjósta). Mér fannst hún fara út fyrir guðspjöllin. Óþarfa innskot gamalla helgisagna um td. líkklæðin voru ekki til að auka trúverðugleikann. Síðustu 10 mínúturnar eru sérstaklega magnaðar og Mel Gibson á heiður skilið. Myndin er áhrifarík og ég mæli með henni. Lesa samt bókina á undan.