laugardagur

Til lykke med födselsdagen!
Nú byrjar sannkölluð afmælisflóðbylgja í mínum kunningjahóp. Petra á afmæli á sunnudag og elskuleg systir mín og Hrannar þann 29. mars. Amma mín heitin fæddist á platdaginn mikla þann 1. apríl og einnig Berglind Ýr og Magnea Sverris fyllir ár á föstudaginn næsta. Enn er þó ótalið mikið öndvegisfólk sem á afmæli skömmu síðar.
Ástæðan fyrir því að ég man þetta allt saman er sú að ég hef tekið mig á í að vera betri afmælismunari. Sérstaklega eftir síðasta afmælið mitt þegar ég fékk óvænt fjölmörg sms með yndislegum kveðjum þar sem ég sólaði mig á ströndinni.

Word up
Ég er afar hrifinn af þessari 60's tísku. Doppótt tjullpils með slaufu! Svo einstaklega kvenlegt eitthvað og settlegt.

föstudagur

Kveðjustund
Margrét Rós fer af landi brott innan skamms og sést ekki fyrr en um næstu jól. Hún var kvödd með viktum í gær yfir rauðvíni og ostum. Ég mun sakna hennar. Bless fress!

sunnudagur

Sunnudagur
Það er listgrein, sem ég kann mæta vel, að gera ekki neitt. Sunnudagar eru vel til þess fallnir. Í dag gerði ég ekki neitt milli þess sem ég lagði mig og horfði á sjónvarpið og borðaði. Helgin var annasöm og ég kom heim um miðjar nætur og ég skammast mín því sýst fyrir letina. Og enginn stakk upp á að fara í göngutúr heldur bakaði þessi enginn köku sem við hámuðum í okkur. Hann er góður letifélagi.

Það er af sem áður var...
...þegar ég forðaðist af öllum mætti að horfa á Grísla Fartbein. Nú reif ég mig upp úr rúminu kl 12 á sunnudagsmorgni til að sjá endursýninguna. Ég mátti nebblega ekki missa af Júrívisjón laginu. Þetta var alveg ókey lag..til að byrja með. Svo var lagið búið og aldrei kom viðlagið. Það vantaði þetta catchy tune sem þarf alltaf að vera. En við verðum ekkert í síðasta sæti sko held ég. Eða hvað haldiði?