föstudagur

Allt er í heiminum hverfult
Mér var harkalega sparkað úr hamingjugírnum fyrir skömmu. Það er leiðindamál og meira en það. Af þeim sökum hefur ekki verið flutt inn eða ritgerð skrifuð eða gert noget som helst annað en að jafna sig og vona að ég finni gírinn aftur. Ég hef það svosem fyrir satt að Guð sé góður í hamingjugíraviðgerðum.

mánudagur

Erla Prímadonna
Fór á útskriftartónleika hjá Erlu Káradóttur. Hún söng af mikilli snilld og tók sig út eins og prímadonna í svörtum galakjól. Hlakka til þegar þær systur taka lagið í brúðkaupinu.

Kúl partý
Hrannar og Petra buðu í Júróvisjónpartý sem var hrikalega elegant með skjávarpa sem náði yfir hálfa íbúðina. Ég var sko ekki ánægð með sigurlagið. Hélt með Noregi og Króatíu. En parýið var gott.

Arganistan
Það gengur hægt að mála. Ég ætlaði að flytja inn í dag (sunnudag) samkvæmt upphaflegu plani en það verður vonandi á þriðjudag. Annars verð ég alveg aaaarrrgh. Þá ætla ég að hafa húsblessun og bjóða nánustu í mat, þó það verði mitt síðasta. Núna er ég að reyna að ná málningunni út úr eyrunum og sótthreinsa húðina sem er stífluð af kítti.