þriðjudagur

Fyndnar aðstæður
Í fjórða bekk MR kenndi okkur íslensku Kristín Jónsdóttir. Hún var góður kennari og vel liðin af nemendum. Núna erum við Kristín samnemendur í einum kúrsi og erum að fara í próf á fimmtudaginn. Svo hitti ég hana í Bókhlöðunni og við vorum svona að ræða efnið og prófið og líkleg atriði sem koma á prófinu. Það þótti mér skemmtilegt því ég ber mikla virðingu fyrir henni sem kennara og allt í einu erum við memm. Ég held ég eigi erfitt með að setja hana í nýtt hlutverk.
Ég minnist þess að í síðasta tíma fyrir jól í MR tók hún með sér gítarinn, setti á sig jólasveinahúfu og söng með okkur jólalög. Það var alvöru.