sunnudagur

Jólagjafir og kort
Ég var að spá í einu. Það getur verið alveg yndislegt að gefa jólagjafir. finna ákkúrat réttu gjöfina fyrir þá sem maður elskar. En að sama skapi geta jólagjafir verið píningartæki. Ég á vin sem fær jólagjöf frá stúlku sem hann hittir bara einu sinni á ári, þegar hún færir honum jólagjöfina. Þau talast aldrei við og eru engir vinir, en samt er hann nú nauðbeygður til að kaupa eitthvað handa henni. Því það þykja ekki góðir borðsiðir að gefa ekki á móti. Það sama á við um jólakort. Fólk bisast við að skrifa svo það móðgi nú örugglega engann og fái ekki samviskubit yfir að hafa ekki sent þeim sem skrifuðu þeim. Ég tek þá afstöðu að móðga alla, sendi engin jólakort og neita að fá samviskubit yfir þeim sem ég fæ. Í staðinn skal ég hugsa til ykkar og biðja ykkur gleðilegra jóla í bænum mínum.