föstudagur

Bilaður bíll og Bachelor
Í þriðja skiptið í mánuðinum er farið að rjúka úr drossínunni eins og heitapotti. Í þetta skiptið var það öllu verra en áður þar sem Bachelor var að byrja og ég þurfti að bíða á bensínstöð eftir vatni á vatnskassann (þetta er sko annaðhvort hosa eða heddpackningin sem er farin). Ég sá því bara síðasta deitið og ég er farin að sjá plott hjá Bacha. Hann rak ljóshærðu gelluna af því hún var meira skotin í honum en Helene og hann er svo almennilegur að vilja ekki draga hana á asnaeyrunum í fleiri þætti því hann er búin að ákveða að Brooke sé gellan. Helene er hinsvegar ekkert svo skotin og hann er ekkert hrifin af henni og þess vegna mun hún ekkert deyja þegar henni verður dömpað. Piparsveininn er skv. þessari kenningu bara nokkuð góður gæji. D'you follow?

miðvikudagur

borð fyrir 4
Nú á ég IKEA borð og 4 stóla í eldhúsið mitt. Aðeins krónur 19.900. Samt eru þeir ekkert svo zjíbó. Bara virkilega sætir tréstólar og borð í stíl. Núna er ég hinsvegar með blöðrur eftir að hafa sett þá saman. Og eitt er víst, ég er mun handlagnari en Guðni greyið. Menn geta nú verið karlmenn þó þeir kunni ekki að bora í vegg.

þriðjudagur

Er ég orðin ein af þeim?
Ég hugsa um fátt annað en brúðkaup þessa dagana. Ég á að vera í lesviku en krúttið hann Palli keypti handa mér brúðarblöð í Ammríku og ég ligg yfir þeim í stað þess að læra.(þekkið þið einhvern annan strák sem hugsar svona fallega til vinkonu sinnar? Hann er á lausu, 20 ára, er klár og myndarlegur og rómantískur. Áhugasamar hafið samband) Stærstu áhyggjur mínar eru fáránlegar: eigum við að splæsa í flott hótel í brúðkaupsferðina eða spara og fara á venjulegt hótel? Er of mikið að vera með bæði hálsmen og kórónu og slör eða er tómlegt að sleppa hálsmeninu? Á ég að safna sparistelli (Já, stellið enn og aftur!) eða er það bara fyrir kjellingar? Á slörið að vera beint eða púffað? Ef þið hafið skoðun á einhverju ofantöldu þá megið þið gjarnan tjá ykkur. En líklega eru fáir sem hafa nennt að lesa þetta allt í geng því hverjum er ekki sama um slíkt nema stelpum með giftingu á heilanum.

!
Af hverju er veðurstelpan mín horfin og í staðinn er kominn íslenski fáninn? Beats me.