Bilaður bíll og Bachelor
Í þriðja skiptið í mánuðinum er farið að rjúka úr drossínunni eins og heitapotti. Í þetta skiptið var það öllu verra en áður þar sem Bachelor var að byrja og ég þurfti að bíða á bensínstöð eftir vatni á vatnskassann (þetta er sko annaðhvort hosa eða heddpackningin sem er farin). Ég sá því bara síðasta deitið og ég er farin að sjá plott hjá Bacha. Hann rak ljóshærðu gelluna af því hún var meira skotin í honum en Helene og hann er svo almennilegur að vilja ekki draga hana á asnaeyrunum í fleiri þætti því hann er búin að ákveða að Brooke sé gellan. Helene er hinsvegar ekkert svo skotin og hann er ekkert hrifin af henni og þess vegna mun hún ekkert deyja þegar henni verður dömpað. Piparsveininn er skv. þessari kenningu bara nokkuð góður gæji. D'you follow?