þriðjudagur

Athyglisvert
Vissir þú að ef 46 ára kona er ólétt þá eru líkurnar 1 á móti 25 að barnið hennar fæðist með litningagalla. Það eru meiri líkur en ég hefði getað hugsað mér. Reyndar eru líkurnar hærri fyrir yngri en 29 ára mæður en ég hafði búist við, eða 1/1000. Þetta las ég í bók í kúrsinum Þroski barna og unglinga.

Skólabissí
Ekki hefur verið mikið um blogg að undanförnu, enda búin að gera verkefni uppá 10% (og aðeins ein vika liðinn af skóla!). Svo get ég ekki andað milli Titus Andronicus, Rob Roy og Emmu. Ég held að ég hafi aldrei verið með 3 í takinu áður...og það er svooo ruglandi.