fimmtudagur

Kona sem vitnað er í
Á síðu 23 í Fréttablaði dagsins er vitnað í ekki ómerkari konu en Hildi Eddu Einarsdóttir. Manneskju sem mark er á takandi.

Hlekkir
Ég er haldin template fóbíu. Ég kem ekki við template síðuna nema þegar mikið liggur við. En ýmsir hlekkir voru orðnir úreltir og svo þykir ekki nema kurteisi að linka til baka á þá sem hafa verið svo vinsamlegir að linka á mann. Svo að hér hafiði það. Og ef eitthvað hefur misfarist þá erum við sokkin í svaðið, því ég rugla sko ekki í template-inu nema á hálfs árs fresti.

miðvikudagur

Sumir eru fyndnir
Og Guðni er sannarlega einn af þeim!

Da mi basia mille
Ég rak augun í þessa djörfu bón er ég var að glugga í bók áðan. Vakti það kátínu og minningu úr latínutíma. Sá sem er fyrstur að snúa orðunum fær nafnbótina snillingur dagsins.
Átti ég ekki annars útskriftarafmæli í gær? Eða er það í dag?

mánudagur

Kraftaverk á Hvítasunnu
Ég átti viðburðaríka Hvítasunnuhelgi. Byrjaði á grilli hjá Hrannari og Petru, fór í sumarbústaðarferð, leikhús, gospelmessu og sunnudagssteik. En helgin endaði á því að ég fór á fæðingardeildina að skoða glænýtt 13 marka kraftaverk. Hamingjusömu foreldrarnir eru auðvitað Petra og Hrannar og heilsast móður og stúlkubarni vel. Ef maður einhvern tímann er í hættu á að fá krónísku barnaveikina, þá er það þegar maður heldur á svona yndislegum knúshnoðra.