föstudagur

Bachelor
Svakaaaaa vonbrigði. Ekki nóg með að Skjárinn kláraði ekki lokaþáttinn í gær, þá lenti ég inn á ónefndu bloggi rétt áðan sem kjaftaði frá endinum. Núna upplifi ég algert anticlimax og get sleppt því að horfa á næsta þátt. Og ég sem var farin að njóta þess að vera hvítt rusl í eitt kvöld á viku. Verð samt að segja að Bachi var sko bara að ljúga þarna um daginn þegar hann sagðist vera ástfanginn því núna er hann að þykjast bara vera eitthvað svaka ringlaður. Eitt skal vera á hreinu: maðurinn geur ekki bæði verið ástfanginn og ekki viss. Ein að æsa sig geðveikt... ;)

zzz
Ég er enn veik og er farið að leiðast þófið, sérstaklega vegna þess að einn kærasti hefur ekkert verið að standa sig í hjúkrunarstarfinu. Subway og súkkulaði...og það strax!!

Óli skrifar á ný
Og þykist ætla að vera svaka menningarlegur núna og ræða bara heimsmálin og pólitík. Hvað endist það lengi hjá nefndri málpípu? En gott að geta aftur lesið eyjakónginn (þótt orðinn sé meira í átt við venjulegan borgarplebba).

miðvikudagur

Veik
Ég er veik í fyrsta sinn í 2 ár. Mikið veik. Með hita og beinverki og eyrnaverki. Kemur sér illa því að ég á að halda fyrirlestur um dómsmál í UK um síamstvíbura sem foreldrarnir vildu ekki aðskilja. En ég er veik og neita að læra. Því ég er veik. Mikið veik. (Smá vorkunn hér!!!)

þriðjudagur

Loksins...
...erum við Guðni búin að ákveða brúðkaupsferð. Eftir miklar vangaveltur og heilabrot ákváðum við að fara auðveldu (en kannski ekki mest ævintýragjörnu) leiðina og bókuðum okkur í pakkaferð *hrollur* til Krítar mánudaginn eftir brúðkaup. Við ákváðum að splæsa í næstfínustu gerðina af hóteli og kannski fæ ég ný bikini ef ég er þæg. En við erum ákveðin í að afpakka ferðina og og harðneita að fara í skipulagðar skoðunarferðir og hlaupa ef við heyrum í íslendingum með magabeltisveski. Bon voyage!

sunnudagur

Nostalgía
Var að leita að einhverju ofaní skúffu sem ég opna aldrei. Þar rakst ég á Skólablaðið frá 5 bekk (þetta sem Abba gerði). Ég var ekki viðræðuhæf næsta klukkutímann, enda lengi hægt að vellta sér uppúr viðtölum við Braga íslenskukennara og Þóru líffræðikennara. Í skúffunni var einnig spænskuritgerðin sem við gerðum í 6 bekk (þessi stóra sem hefði verið miklu stærri ef Iðunn hefði ekki handleggsbrotnað). Nafnið sem ég gaf riterðinni var "Todo sobre mi vida". Enda hafði spænskubrjálæðingurinn látið mann segja frá dýpstu fjölskulduleyndarmálum, hún var spænskukennari með sálfræðitendansa. Að lokum fann ég í skúffunni ástarbréf frá Guðna frá 1997. Hrikalega sætt og minnti mig á unglingsins elskunnar logandi bál. Alltaf gaman að skoða gamalt dót.