laugardagur

Vel ritað
Þessum orðum verð ég að deila með ykkur:

"Some human happiness is a landlocked lake, but the Grancy's was an open sea..."

Fallegt ekki satt? Þetta er úr smásögunni The Moving Finger eftir snillinginn hana Edith Wharton. Fæst ókeypis á netinu eins og mörg bókmenntaverk fyrri alda og tekur um 20 mín að lesa.

Kosningaleiði
Mikið verð ég feginn þegar kosningarnar eru búnar. Ég er nebblega með ofsalegan kosningaleiða. Hef ógeð á smjaðrandi frambjóðendum og innihaldslausum áróðri. Fegin er ég að þetta er bara á fjögurra ára fresti og þess á milli erum við að mestu laus við allt þetta froðusnakk.

föstudagur

Sumarvinna
Ég er komin með vinnu í sumar. Ég er auðvitað fegin en var þó innst inni að vona að ég gæti bara verið að dúlla mér í sumar og atvinnuleysi var mjög góð afsökun. Nú get ég ekki legið heilu dagan í líkamsmaska, andlitsböðum og leirvafningum. En í staðinn á ég pening fyrir tölvu, nýju bikiní og öðrum lífsnauðsynjum.

fimmtudagur

Í tilefni 1. maí krefst ég....
Niðufellingar virðisaukaskatts á Aveda vörum. (Maður verður jú að finna sér eitthvað alvöru mál til að berjast fyrir, ekki satt?)

miðvikudagur

Pappír
Ég keypti pappír fyrir 5000kr áðan. Samt voru þetta bara tíu síður, reyndar arkir, en samt. Ógeðslega flottur pappír.

Brúðurin sem kunni sér ekki hóf

Próf
Fór í próf í amerískum 19. aldra bókmenntum í morgun. Það gekk bara vel og þakka ég það alveg snilldar study group sem ég var í. Tveir vinir úr enskunni, Bayene og Dísa, eru með mér í þessu og við kryfjum allt til mergjar. Og það er alveg ótrúlegt hvað þrír heilar í sitthvoru lagi eru miklu minna virði en summa þeirra. Það bara gubbaðist uppúr okkur snilldin þegar við sameinuðum visku okkar. Vonandi verður einkunnin mín í samræmi við það. Næsta próf er ekki fyrr en 12. maí og núna er því bara slakað á og svo er ég að fara í partí í kvöld. Jibbý!

þriðjudagur

Veglegar gjafir
Ég rabbaði við stelpurnar í unglingastarfinu um hvað þær hefðu fengið í fermingargjöf. Nánast allar fengu DVD OOOG tölvu, heimabíó eða útlandaferð frá foreldrum sínum. Mér reiknaðist til að mjög fáar hefðu fengið fermingargjafir frá foreldrum fyrir minna en 100 þús. Fyrir utan þetta voru nokkrar búnar að fá nýtt inn í herbergið sitt. Það er því ljóst að velferðin nær til blessaðra unglingana og ekki annað hægt að segja en gjafirnar hafi verið veglegar. Mér finnst ekkert vitlausara að eyða í unglingana en eitthvað annað og hef aldrei heyrt um ungling sem fór yfirum vegna gjafmildi ættingjanna, því segi ég "til hamingju með gjafirnar og munið að þakka vel fyrir ykkur". Vonandi sitja foreldrarnir samt ekki eftir með tómt veski það sem eftir er ársins og afborganir á VISA til ársins 2008.

Kallið mig hégómagjarna...
...en ég hef ótrúlega gaman af að hafa rétt fyrir mér. Sérstaklega ef þrætueplið er gamalt, jafnvel nokkurra ára! Múhahahha! Ééééggggg hafð rétt fyrir mér. Múúhahahah!
Ég og systir mín deilum enn um hver teiknaði mjög flott skott á hund í litabók. Ég veit það var ég en hún trúir því ekki. Segir að mig misminni. Huh, vitleysa! Þetta mál hefur staðið í um 15 ár og er reglulega rifist um ef ekkert annað ber á góma.

mánudagur

Heyrst hefur...
..að Sandra Sif Mortens sé komin til landsins. Það er komið um ár síðan ég hitti telpuna síðast og núna verður eitthvað af því. Ekki væri verra ef aðrir 6A-ingar væru til í smá hitting.