fimmtudagur

Heitt af pressunni
Ég er að pósta myndir úr Thailandsferðinni. Skoðið þær hér. Varúð þær eru 300!
Mér finnst myndirnar af Bendt í teygjustökkinu mjög flottar. Samt finnst mér best myndin af fílnum að míga. Mynd úr fókus af stúlku með málmhringi um hálsin er sú eina sem ég tók í nærmynd af gíraffakonum af Karen ættbálknum. Það hefði alveg eyðilagt stemminguna að vera alltaf að taka myndir af þeim, voða dýragarðslegt. En konurnar voru afar fallegar og ég er svolítið súr að eiga ekki af þeim betri myndir.
Ég gafst upp á að kommenta á myndirnar. Ef þið viljið útskýringar þá megiði koma í heimsókn og fá þær live.

Leikur sá er mér kær
Það er alltaf sérstök stemmning fyrstu dagana í september. Alveg spes tími. Núna ætla ég að læra að verða kennari og er í nýrri deild, (fyrir mér) Félagsvísindadeild. Hildur er búin að lofa mér að vera memm í frímó því hún er líka í féló. Það er aldrei leiðinlegt að byrja aftur í skólanum og þetta er átjándi veturinn minn í námi. Hitta skólafélagana og kaupa skóladót (sú gleði fer þó minnkandi með árunum því það þykir ekki viðeigandi að velja sér Hello Kitty pennaveski þegar maður er í háskóla). Svo byrjar æskulýðsstarfið aftur eftir sumarfrí og ég mun hitta nýju fermingarbörnin á sunnudag, góður árgangur segja kunnugir. Ég er spennt yfir þessu öllu og finn á mér að skemmtilegur vetur er í nánd.

þriðjudagur

Óðurinn til svanadúnsins
Aumingja fólkið í heitulöndunum að fá ekki að sofa með sæng. Lakið á að vera undir manni, ekki ofaná. Koddinn minn, sængin mín og rúmið mitt, það er allt að því heilög þrenning.