Heitt af pressunni
Ég er að pósta myndir úr Thailandsferðinni. Skoðið þær hér. Varúð þær eru 300!
Mér finnst myndirnar af Bendt í teygjustökkinu mjög flottar. Samt finnst mér best myndin af fílnum að míga. Mynd úr fókus af stúlku með málmhringi um hálsin er sú eina sem ég tók í nærmynd af gíraffakonum af Karen ættbálknum. Það hefði alveg eyðilagt stemminguna að vera alltaf að taka myndir af þeim, voða dýragarðslegt. En konurnar voru afar fallegar og ég er svolítið súr að eiga ekki af þeim betri myndir.
Ég gafst upp á að kommenta á myndirnar. Ef þið viljið útskýringar þá megiði koma í heimsókn og fá þær live.