föstudagur

Óbærileg spenna
Já það má með sanni segja að það sé spenna í fólki fyrir Idol-kvöldið. Handlagnar stuðningkonur Rannveigar hittust í gær til að búa til skilti. Stjarnan sjálf var auðvitað á svæðinu og tók lagið. Æfði stjörnustæla við Dominós pizzu kallinn og vildi bara brauðstangir.
Stór hópur fóks mun fylgja dömunni í kvöld og ef ég og skiltin mín komumst ekki í sjónvarpið þá verð ég bara fúl!

miðvikudagur

Opið bréf til Hildar Eddu
Ég vil leyfa mér að fullyrða að kötturinn þinn hann Bangsi sé að verða frægasti köttur landsins! Maður má vart snúa sér við, þá sér maður krumpaða smettið á honum á síðum dagblaðanna eða sögur af honum á öldum ljósvakans. Þú ættir að skrifa um hann bók. T.d. ævisögu "Bangsi -eins og ég man það" eða sjálfshjálparbók "Finndu köttinn í sjálfum þér" eða þá barnabók "Bangsi á flugnaveiðum" sem er sjálfstætt framhald af "Við Bangsi erum vinir".

Alvarleg veikindi
Drossían hefur verið greind með krónískan sjúkdóm sem mun leiða hann til dauða, verði ekki skorið upp. En aðgerðin er of dýr þannig að við Gussi verðum að lóga honum. Mikil sorg. Þetta hefur verið góður bíll og þjónað okkur vel í 3 ár. Japansferðin verður því víst að bíða og nýr bíll keyptur í staðinn. Skítt að þurfa að vera að eyða í álkassa frá Japan í staðinn fyrir ferð til Japan.

frost
Ég finn þessum fymbulkulda allt til foráttu. Ég þarf að skafa á morgnanna, aftur þegar ég er búinn að kenna og svo aftur á kvöldin. Best að vera bara inni.