fimmtudagur

Stórfréttir
Það dregur alltaf til tíðinda þegar Guðni Már fer í klippingu. Íslenskir klipparar eru nebblega einstaklega ólagnir við að klippa krullhærða og því hefur oft verið framið voðaverk á kollinum á kallinum. En í dag er Guðni í fyrsta sinn með afburða klippingu. Hann lítur ekki út eins og dáti eða Au-pair frá Þýskalandi. Það var Ítali sem klippti hann og þeir eru ábyggilega vanir þykkum lokkum eins og Guðna. Forca Italia!

miðvikudagur

Afmæli
Berglind Ýr vinkona átti afmæli í gær, 1. apíl. Ég rabbaði við stúlkuna í tilefni dagsins og það var gott í henni hljóðið. Magnea Sverrisdóttir samstarfskona mín og fyrirmynd á afmæli í dag, 2. apríl og ég óskaði henni til hamingju á dönsku eins og er viðeigandi á tillidögum. Sómakonur báðar tvær! Til lykke med födselsdagen.



www.reverendfun.com

þriðjudagur

Fáum við greitt frá Icelandair?
Ég var að spá í hvort við konur á Íslandi fengjum greitt frá veitta þjónustu sem er auglýst hjá fyrirtækinu? Og ef við neitum að reyna við útlendingana...erum við þá komnar á bannlista eins og flugdólgurinn? Ég er engin hóra! Allir með Iceland Express!!!!

mánudagur

Oh, sorrý
Ég þoli ekki hvað við Guðni erum alltaf að blogga um það sama þessa dagana. Þið sem lesið bæði bloggin verðið bara að fyrirgefa. Reynum að bera saman bækur okkar í framtíðinni.

Ný könnun
Hvað finnst þér um íslenska menntakerfið? Láttu skoðun þína í ljós.

Engu síðri húsmóðir en amma
Við Guðni fengum þessa fínu þvottavél um daginn frá afa og ömmu Ástrúnu á Nesinu. Hún er alveg sama týpa og amma mín sáluga, hún Þórgunnur, notaði í 20 ár og nefnist AEG lavamat. Það er því vonandi að ég verði ekki eftirbátur ömmu þegar kemur að þvottinum. Ég á hinsvegar engann þurrkara og verð að lifa við hörð handklæði fyrst um sinn á nýju heimili.

sunnudagur

Matur
Í kvöldmatinn að Tjarnarmýri 8 er uppáhaldsmaturinn minn. Hann heitir því áhugaverða nafni grátandi lamb. Lambalæri er sett í ofninn og látið gráta ofan á kartöflurnar í ofnskúffunni. Lostæti!! Matur gleður mig mikið og því sé ég ástæðu til að deila með ykkur tilfinningum varðandi hann.

Aldarfjórðungsgömul
Mín elskulega ástkæra systir átti afmæli í gær 29 mars og bauð vandamönnum í kaffi. Hún fékk fína pakka og þar með talið hrukkukrem, en hún telur sig hafa þörf fyrir. Til hamingju með afmælið Bryndís!