Sorglegt stríð Ég varð klökk þegar ég sá myndirnar af Baghdad í björtu báli í gær og hugsaði um aumingja börnin sem fá kvíðakast en ekki stjörnuljós þegar það er sprengt í þeirra heimaborg. Ekki í mínu nafni!!!
Einfaldan gifingarhring Við hjónaleysin brugðum okkur í búð og versluðum giftingahringa. Einfalda gullhringa sem munu duga okkur fram í rauðann dauðann, ef ekki í kistuna líka (hræðileg tilhugsun en vona samt að svo muni vera). Það er hinsvegar spurning hvort minn elskulegi annars hugar draumóramaður muni tolla með hann á sér. Ég verð allaveganna ekki hissa ef hann skildi taka hann af sér í sundi og síðan ekki söguna meir. En þá er bara að versla nýjann.
Engin andnauð Ég get tilkynnt öllum að ég er ekki með þessa lífshættulegu lungnabólgu, enda fylgja veikindum mínum ekki andnauð eins og lýst var í Mbl í dag. En ég hef miklar áhyggjur af þessari lungnabólgu. Þetta virðist vera fúlasta alvara.