laugardagur

Ferðalag
Fyrsta ferðalag ársins verður farið á mánudaginn og verður þá haldið til "Eyjarinnar fögru í suðri" eða Vestmanneyja. Það er Óli og fjölskylda sem hafa af miklum höfðingsskap boðið okkur hjónaleysunum gistingu á meðan á þrettándagleðinni stendur. Ku það vera mikil hátíð þar í bæ. Hlakka til að fara.

Hva, enginn hittingur
Ég er búin að bíða í ofvæni eftir einhverjum jólahittingi hjá Freyjunum. Ákvað samt að reyna ekkert að vera að skipuleggja þar sem það gengur aldrei. En ekkert hefur gerst og hver veit nema það sé orðið of seint. Ég sakna ykkar stelpur. *snöktsnökt*

fimmtudagur

Ég bíð og vona
Hef enn enga einkunn fengið og er farin að örvænta talsvert. Donde estan?

þriðjudagur

Áramótakveðjur
Guði gefi þér og þínum gott ár 2003. Megi það vera fullt af hamingju og friði.

Guðni að blogga á ný
Já hann er byrjaður að blogga aftur eftir langt hlé.

mánudagur

Kjósið mig!
Á þessari síðu má kjósa okkur Guðna par ársins. Kosningin stendur til áramóta, hafið því snöggar hendur.

Ég lonníetturnar lét á nefið...
...Svo lesið gæti ég frá þér bréfið. Hildur skrifaði mér jólakort sem er búið þeim skemmtilega eiginleika að blikka Feliz Navidad í rauðu og spila Jinglebells í hvert skipti sem ég opna það. Mjög skemmtilegt. Hildur er nú sniðug stúlka. Hún er bæði afskaplega skondin og afburðagáfuð og dreg ég þá heldur úr. Hún sagði mér frá djamminu á spáni og frá nýfundnum fordómum sínum fyrir fólki af öðrum menningarsvæðum en Íslandi. Hún fullyrðir að það sé megn svitalykt af morokkóbúum og að japanir séu kurteisir. Ekki skal það dregið í efa. Þökk sé henni fyrir síðbúið en vel tilfundið jólakort. Hildur var sú eina sem fékk jólakort frá mér í ár en ég er samt eiginlega búin að gefast upp á að senda bara vinum á fjarlægum stöðum kort því það keppast allir við að senda mér og ég fæ bara samviskubit. Því verð ég víst að láta undan þrýstingi og senda vinum nær og fjær kveðjur á næsta ári.

sunnudagur

Nú árið er liðið (næstum því)
Ég var að hugsa um daginn hvað árið 2002 hefði gefið af sér. Eins og sjá má á könnuninni hér á síðunni er ekki margt sem gerði árið markvert, og þá helst J-Lo og Benni...sem eiga örugglega eftir að skilja hvort eð er eftir 5 mánuði eða svo (ekki það að ég voni það). En ekki nóg með að þetta hafi verið frekar sorrý ár sem bliknaði við hlið stóru systur 2001 með 11 sept og svona heldur var þetta líka mjöög rólegt ár hjá mér persónulega. ÞAð bara gerðist ekkert merkilegt hjá mér. Hápunkturinn er vandfundinn, það er varla að maður þori að nefna einhverja smá útilegu með Guðna. Ég var í skólanum, vann í sumar og fór svo aftur í skólann. Enginn útlandaferð, enginn stóratburður, ekkert áfall (Guði sé lof) og þetta leið bara áfram eins og lækjarspræna. Ekki það að mér hafi þó leiðst neitt sérstaklega. Það hefur bara verið svona stabíl hamingja. Ég leyfi mér því að nefna þetta ár sem nú er að líða "annus placidus." Ég held þó að Guð sé að gefa mér þetta hvíldarár til að undibúa mig fyrir hið mikla Annus Magnus 2003 sem brátt gengur í garð. Þá verður sko fjör í kofanum. BA-gráða, gifting, brúðkaupsferð og svo flyt ég að heiman. Ekki má heldur gelyma að ég mun halda út á hinn alræmda "almenna vinnumarkað", og hvernig það verður veit nú enginn. Ég stend þó með opna arma og án alls söknuðar þegar nýja árið kemur. Velkomin, velkomin Annus Magnus, scio vitae brevem esse. Aurum auli plenae porta. Ego sum Euclio, non tu. Tanti est quanti fungus puditus. Nú kemur Hildur alveg spinnigal og leiðréttir alla latínuna mína!