sunnudagur

Eftirfarandi færsla er í boði Barnaland.is:
Halló, ég er litla barnið. Talandi í gegnum móður mína eins og andi á miðilsfundi. Hún harðneitar að vera alvöru ófrísk kona og byrja að blogga fyrir mína hönd þannig að ég ætla nú að bæta úr því. Ég er duglegt að sparka og pabba mínum til mikillar ánægju er hann farinn að finna þau líka. Á föstudaginn kemur ætla ég í myndatöku og leyfi settinu kannski að sjá hvers kyns er, í orðsins fyllstu. Þau eru frekar spennt svona.

Ég vil biðjast velvirðingar á færslunni hér að ofan. Hormónarnir báru mig ofurliði eitt andartak. Ég lofa að loka síðunni áður en krúttlegar bangsímonmyndir fara að birtast á spássíunni og ég fer að tala um sjálfa mig í þriðju persónu.