laugardagur

Nýtt barn
Heiðrún og Runólfur eignuðust strák í gær! Til hamingju með það og megi þau verða fleiri. Skyldi vera kominn lítill Dalbú Djúníor?

föstudagur

Skammdegisþreyta
Ég sver, ef ég væri ekki í prófum, þá gæti ég sofið í um 15 tíma á sólahring. Ég er alltaf annað hvort þreytt, að leggja mig eða sofandi. Ég dæli í mig járni, zinki og kopar og er farið að líða eins og tinmanninum úr oz af öllum þessu. C-vítamíni úr appelsínusafa, og fjörmjólk með a og vítamíni með fullt af allskonar b og jafnvel fólinsýru. Hvað get ég meira tekið? Einhverjar uppástungur? Er brokkolí svarið? Kannski ég þurfi bara eins og eina sólarlandaferð. Hver vill fara með?

fimmtudagur

Nú er jólasveinninn búinn að gleyma mér
Jah, það hlaut að koma að því að sveinki myndi hætta að gefa mér í skóinn, enda ég orðin 22 og alvega að fara að flytja að heimann. Einu sinni kom það samt fyrir að ég hafði ekki fengið neitt í skóinn og það sem meira var, skórinn var horfinn. Ég og Bryndís fórum að sjálfsögðu á gráta (hún var í sömu aðstæðum) og sögðum mömmu frá þessu. Hún varð aldeilis hlessa og sagði að það gæti nú bara ekki verið, við hefðum jú verið svo þægar í gær. Hún vissi kannski eitthvað meira en við því hún stakk uppá á að við færum útí garð því kannski hefðu skórnir fokið út. Og viti menn. Í snjónum fundust tveir barnaskór og skammt frá voru tveir sleikjóar. Ég er því farinn útí garð að leita. Það sem gerist einu sinni getur alltaf gerst aftur.

miðvikudagur

Þú vannst
Jibbý! Ég var að vinna geisladisk með Stuðmönnum í jóladagatali Íslandsbanka. Ég sem vinn aldrei neitt. Vonandi verður vinningurinn ekki tekinn af mér vegna innherjatengsla.

Ný skoðanakönnun
Nú er lag að gera árið upp og hef ég því sett saman skoðanakönnun um hvað ykkur fannst markverðast á árinu. Sumt eru skemmtilegir atburðir og aðrir sorglegir, en ég var satt best að segja í vandræðum með að finna eitthvað til að hafa. Gerðist svona lítið í ár? Láttu í þér heyra. Notið comments ef þið munið eitthvað mikilvægt sem ég er alveg að gleyma. (Og ég er ekki að meina það að við vorum ekki með í Eurovision).

þriðjudagur

Er að fara í klippingu
Jibbý!

Jól hjá veðurgellunni
Eins og sjá má hér að neðan hjá veðurstelpunni og kisunni hennar þá er búið að skreyta jólatréð. Þetta þykir mér skemmtilegt. Vonandi verða þau með crusifix á páskunum, eða þá tóma gröf sem væri enn betra.

mánudagur

Misheppnaða prinsessan
Ég keypti mér óvart brúðarskó í dag (jibbý!). Það var ógeðslega gaman. Þeir voru á afslætti, græddi svaka. En svo fór mín heim og hugsaði: "Jah, það vilja nú allir fá að sjá mig í skónum í kvöld svo að það er best að reyna að ryðja frumskóginn á leggjunum á mér" (ok smá ýkjur en hef ekki verið iðin undanfarið í fótrakstri vegna anna). Ég tók því til nýja sköfu af því að ég las einhversstaðar að háreyðingarfroðan mín væri eitruð. En það fór ekki betur en svo að ég skar mig á nýju beittu sköfunni og kom smá rispa. Hélt nú ekki að mér myndi blæða út af smá skrámu á leggnum, en öðru nær. Það gjörsamlega fossar blóð úr þessu litla sári og reyni ég að stoppa flóðið með stórum plástri. Það verður því skondið að sýna mömmu fínu skóna mína, með risa plástur á ökklanum. Ekkert prinsessulegt! En skórnir eru samt æði. Támjóir með bandi aftur fyrir ökkla.

sunnudagur

tori spelling



Your Inner Blonde is Tori Spelling


Skanky, wild, and a total daddy's ho.


Things are looking up for you as you've left your plastic 90210 days behind.


But honey, you look horrible as a brunette.



Who's *Your* Inner Dumb Blonde? Click Here to Find Out!

More Great Quizzes from Quiz Diva

Oh, my Bob! Ég er Tori Spelling! Ég var skoo Berverly Hills gella númer eitt. Plaköt úr ABC uppá vegg og allt. Brandon var gæinn minn. En Tori fannst mér leiðinlegust. Hún var svo gervileg góðastelpa.

Ekki til í mér pönk, hverjum hefði dottið það í hug?








You're not punk. You know you're not punk. You don't listen to punk music. You don't wear punk outfits. You don't care about politics. Why did you take this test??


Whats Yer Punk?


Ég man nú í gamla daga þegar miðbærinn var fullur af gamaldags pönkurum með kamb og í leðurjökkum sem stóð á anarkí. Ég var alltaf skíthrædd við þá á 17. júní. Fannst þeir algerar ófreskjur. Nú læri ég að pönkarar eru bara fólk sem er á stigi formlegra aðgerða, with a vengance. (Ein alveg nýbúin að lesa Piaget, haha)