laugardagur

Mikið stendur til
Ég ætla að steikja lambalæri í kvöld fyrir valinkunna vini. Ég hef aldrei gert það áður en er full sjálfstrusts og efast ekki um að steikin verði góð. Núna verð ég að fara að versla. Ég ætla að hafa eitthvað virkilega gott í eftirrétt ef svo ólíklega vildi til að kjötið verði óætt ;-)

föstudagur

Enginn rjómaostur
Það verður ekkert pylsupasta í kvöldmatinn hjá mér. Ég á engann rjómaost til að búa til sósuna góðu og það er föstudagurinn langi og allar búðir lokaðar. Það er vel. Ég er því í raun ánægð að geta ekki borðað pylsupasta í kvöld.

fimmtudagur

Mágkonuferming
Kristbjörg systir hans Guðna fermist á morgun. Allir voða spenntir en fermingarbarnið ekkert stressað. Það sama verður ekki sagt um hana Ásdísi þegar hún skalf á beinunum þegar hún átti að fara með ritningarversið sitt. Ég algerlega gleymdi því uppi við altarið og presturinn þurfi að segja það í hálfum hljóðumm svo ég gæti hermt eftir. En Kristbjörg er sko bara kúl á því og verður alger pæja í bleikri buxnadragt.

Mágkonukoma
Erna systir hans Guðna snéri aftur á mánudag eftir langa fjarveru frá föðurlandinu. Það var gaman að sjá hana aftur.

þriðjudagur

Verndum Ástþór
Ég veit ekki hvert ég ætlaði þegar ég sá skinnið hann Ástþór Magnússon í sjónvarpinu áðan. Allur útataður í tómmatsósu og öskuillur. Hvar værum við ef ekki væru til menn eins og hann? Við meigum ekki þagga niður í mönnum sem hafa jafn mikið skemmtanagildi! Þetta er dýrategund í útrýmingarhættu! Mér finnst þetta vera málefni sem Vinstri Grænir ættu að taka að sér; verndun sjaldgæfra sérvitringa! Þeir eru náttúruauðlind í sjálfu sér.

Vorið er komið og grundirnar gróa
Krakkarnir í hverfinu eru í eina krónu í bakgarðinum hjá okkur. Sannarlega er vorið komið.

Rauðir skór
Alllar konur ættu að eiga minnst eitt par af rauðum skóm.

mánudagur

Geðveik gella ég
Ég var í klippingu og litun í morgun og er bara svona veldig fin. Fyrsti litur í 2 eða 3 ár. Hún Olga sem klippir mig hefur gert það frá því hún var nemi fyrir um 12 árum. Enn ein staðfestingin á því hvað ég er vanaföst. Hún sagði að toppurinn (ég er að safna) yrði orðinn rosa fínn í brúðkaupinu :) Núna er bara að vona að Guðna líki árangurinn. Hann hefur sko mjög sterkar skoðanir þegar að kemur að hárinu mínu. Ég má sko ekki breyta of mikið í einu ;-)

sunnudagur

Leiðir sem ég nota til að komast hjá því að skrifa ritgerðir
Lesa nokkrar sonnettur
Skoða bók um Prado
Skoða hnén á Guðna
Lesa Hjemmet
Skoða gamla skó
Láta mig dreyma um sólarströnd
Pirra mig yfir meðalmennsku
Blogga