laugardagur

Frægir vinir
Nýjasta og heitasta band Íslands eru strákarnir í Franz-bræðrum. Það er skemmtilegt að Jakob, hljómborðsleikari og lagahöfundur sveitarinnar er einmitt vinur minn. Hann er nú að öllu jöfnu kallaður Gói. Enn meiri tilviljun er það að Hans sem er í forsvari fyrir sveitina er vinur Berglindýrs. Sú sagir hefur hvisast út að þau hafi nú eitt sinn verið örlítið meira en vinir. 6A-ingum er kunnugt um færeyskuhæfileika Berglindar en þeir ku vera upprunnir hjá móður hans Hans (haha) sem er betur þekktur undir nafninu Jói. Já, maður á fræga vini sko!

Nýtt vinablogg
Óli Jói var að kvarta undan því að það væri ekki linkað á hann undir tenglunum mínum. Nú er búið að bæta úr því og vonast ég til að hann gjaldi mér greiðann. Doddi fékk líka pláss. Hann er í Miami og skrifar fyndið um ljóshrædda herbergisfélaga og þvott sem ekki þornar.

fimmtudagur

Takk

Það gladdi mitt litla hjarta að 5 einstaklingar skyldu velja að kaupa sér íbúð á Rassgatsstöðum í síðustu könnun minni. Einn var Guðni. Sjálf er ég ekki æst í að búa þar en eins og mörgum er kunnugt gæti þó farið svo. Lít ég því á kosninguna sem stuðning við mig persónulega.

Ný könnun
Jæja, eftir síðustu könnun þá var ég efins um að lesendur síðunar hefðu almennan þroska til að svara á lölegan hátt :) En ég læt vaða. Hvenær á (má, ætti o.s.fv.) fólk að fara að stunda kynlíf. Þessi spurning var spurð í uppeldistímanum mínum um daginn og ein sagði "14 ára". Það fannst mér svoldið ungt. Persónulega horfi ég samt frekar á aðstæður en aldur. Sjáum hvað setur!

Afsökunarbeiðni
Eftirfarandi birtist á vef Berlindar Bjútí. Grein mín átti ekki að valda sárindum í frændgarði mínum og vonast ég til að skarð hafi eigi verið höggvið.

"Upp hefur komist um svik.
...svo er líka vandamál hvert ég á að flytja. Mér finnst allt í lagi að búa í Grafarvoginum en ekki í Hafnarfirði. Samt vill ég helst búa í Vesturbænum en þar er svo mikið af íbúðum sem þarf að gera upp. Og ekki kann ég að negla og svoleiðis...
Hvernig er hægt að láta annað eins og þetta út úr sér á prenti? Graaaafarvogurinn. Grafarvogur er næstum eins og Kópavogur. Grafarvogur er fyrir ofan snælínu. Maður getur átt von á að sjá Grýlu og Leppalúða rótandi í ruslatunnunum í Grafarvogi. Það er uppá fjöllum, ha. Á hinn bóginn höfum við hýra Hafnarfjörð. Einungis 12 kílómetrar frá miðbæ Reykjavíkur. Alltaf sól og blíða. Höfn og mávar sem kvaka. Er fagur söngur um Grafarvog? Nei, veltið fyrir ykkur hvernig á því stendur.
Ásdís, ég hélt við værum vinkonur. "

Sorrý Berglind, ég er vinur Hafnarfjarðar en þú veist að við, svona stórar sálir, rúmumst bara ekki báðar í firðinum.

miðvikudagur

Meeeen hvað það rignir
Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að þetta væru hundar og kettir. Og ég sem blés á mér hárið í morgun.

Nú er ég kominn með algert fínerí
Það er hægt að segja sína meiningu á hverju bloggi fyrir sig hérna á eftir. Ýttu á Shout Out. Sá þetta hjá Tótlubus. Takk Tótla.