fimmtudagur

Ég vil deila þessu með ykkur:
Fuzzy Wuzzy was a bear
Fuzzy Wuzzy had no hair
Fuzzy Wuzzy wasn't fuzzy, was he?

Thanksgiving
Í dag langar mig að vera ammríkani. Mér finnst fylltur kalkúnn hrikalega góður MMMmmmmm.

Svo lengi lærir sem lifir
Það var fyrir nokkru að ég fékk lag á heilan sem heitir Guantanamo. Ég veit nú barasta ekki neitt um músík og taldi þarna vera komna latino ættaða inflytjendur frá Ammríku. En í dag komst ég að grúppan er DÖNSK!! Ég vissi ekki einu sinni hvað hún hét...veit það núna, hún heitir Outlandish. Meðlimirnir eru frá Pakistan, Honduras og Morokkó. Kannski ég fari bara og kaupi mína fyrstu hiphop/rapp plötu. (Sko ég veit ekki einu sinni hvaða tegund tónlistar þetta er tíhhí!)

miðvikudagur

Snilldarverk shmildarverk?
Ég verð að segja, hálfhrædd, að ég kann hreint ekki að meta Don Kíkóta. Bestu skáldsögu í heimi að mati margra gagnrýnenda. Ég var alveg spennt að byrja á henni fyrir um 2 mánuðum en mér miðar lítið áfram. Las PÍ og Reisubók Guðríðar Símonardóttur (báðar afbragðs bækur!!) til að stytta mér stundir á milli þess að ég reyndi við Don Kíkóta. Ég er reyndar bara búin með um 200bls í fyrra bindinu en mér finnst að bók verði að geta gripið mann á 100 síðum. Ég held þó í vonina að nú fari eitthvað að gerast. Ekki það að bókin sé ekki vel skrifuð og vel þýdd. Það er bara söguþráðurinn, og ég hef ekki hlegið nema svona tvisvar (og ég held hún eigi að vera fyndin). What am I missing here?

nýtt hár
Ég fór í klippingu í gær. Alveg ný klipping. Hef ekki verið svona létthærð síðan ég var tíu ára, svei mér þá. Samt nær hárið enn vel niðrá axlir. Viku eftir fermingu voru helmingurinn af stelpunum búnar að klippa af sér lokkana. (ekki ég samt!) Nú er ég loksins að taka við mér, geri þetta bara eftir brúðkaup en ekki fermingu. Svakalega er ég íhaldssöm!

sunnudagur

"Nei, áttu kisu?"
Sagði einn ungur nemandi minn og benti á rússnesku loðhúfuna mína þegar ég labbaði framhjá henni á ganginum.

sjálfselskar jólagjafir
Er til einhver kjánalegri jólagjöf en að gefa sínum nánustu mynd af sjálfum sér, uppstækkaða í ramma svo að enginn þori að stinga henni bara niður í skúffu heldur er tilneyddur til að hengja hana upp á vegg? Það er einmitt það sem ég ætla að gera. Og til að bæta gráu ofan á svart þá er ég líka að láta gera 60 eintök af mér og Gussa að hlaupa undan hrísgrjónakasti til að setja í jólakort til vina og vandamanna. Þeir kalla þetta víst sjálfhverfu, fræðimennirnir.