laugardagur

Dónalegir Hafnfirðingar?
Í gærkvöldi fór ég á árshátíð guðfræðinema á A. Hansen í Hafnarfirði. Skemmtilegt kvöld og góður matur. Þó var eitt atvik sem gerði kvöldið eilítið eftirminnilegra en önnnur. Ég gerði mér leið niður á baðherbergi staðarins og valdi mér bás eins og vaninn er. Tók ég strax eftir því að í básnum mér við hlið var manneskja í einhverjum erfiðleikum því bröltið var mikið og hélt ég jafnvel að þar væri komin einhver ólukkuleg pæja með heljarinnar harðlífi. En saklausa Ásdís komst fljótt að raunum um að inni í básnum var fleiri en ein manneskja, því tveir fóru að stynja stundarhátt. Ég forðaði mér út, án þess að þurrka hendurnar og hugsaði með sjálfri mér að hérna væru komnir dónalegir Hafnfirðingar sem þekkja ekki sinn vitjunartíma. Ég hélt upp á vit vina minna og gat ekki annað en nefnt það sem ég hafði heyrt. Ólafur Jóhann sprakk úr forvitni, flýtti sér niður og sá ræfilslega konu á fertugsaldri kjaga út af kvennaklósettinu. Elskhuginn hafði þegar forðað sér. Brandari: Hvað gera Hafnfirðingar sem komast ekki í 10.000 feta klúbbinn? Fara á A. Hansen klósettið og biðja vin sinn að setja hendurnar undir handþurrkarann til að búa til flugvélahljóð. Nota svo ímyndunaraflið til að fylla upp í götin.

föstudagur

Bachelor eða S&C
Ó mæ! Ég er farin að horfa á Bachelor frekar en Sex and the City. (Ég hef það fyrir prinsipp að taka aldrei upp því það staðfestir að ég er sjúklingur). Er einhver þarna úti jafn langt sokkin og ég?

Köllunarklettsvegur
Þeir sem sáu MH bursta Verzlinga í Gettu betur hafa líkega tekið eftir að götunafnið hér að ofan var þar til umræðu. Kætti það mig mjög, sérstaklega þar sem ég vissi svarið en ekki liðin tvö. Ég er líka farin að taka eftir að krakkarnir eru orðnir yngir en ég og muna ekki nöfn eins og Nancy Kerrigan og Tanya Harding. Þau voru nú svo lítil greyin þegar þetta gerðist. Heilum þremur árum yngri en ég.

60 aurar
Þetta er upphæðin inni á verbréfareikningnum mínum. Hef ekki átt svona lítið lausafjármagn frá tíu ára aldri. En nú á ég líka steypugrís sem rýrnar ekkert í verðbólgu.

Bíó
Fór á Chicago með Guðna og Óla Jóa. Ég mæli ekki með að fara með þeim tveimur. Þegar myndin byrjaði komumst við að því að við vorum ekkert á About Schmidt eins og planið var. Guðni var með miðana og var honum því kennt um að hafa ekki verið með salinn á hreinu. En við vorum ekkert að skupta um sal því okkur langaði alveg að sjá þær báðar. Svo í hlénu fór Guðni í sjoppuna og sá mig og stóð þétttingsfast upp við mig meðan ég keypti nammi. En þá sagði Óli "þetta er sko ekki Ásdís". Ég var semsagt hinumegin í sjoppunni og stúlkan sem varð fyrir atlotunum forðaði sér bara. Strákarnir voru líka alltaf að spjalla eitthvað og ég þurfti alltaf að vera að sussa á þessar flisspípur. Ekki var nú skárra þegar Óli fór að essemessa í miðri mynd. En myndin var fín. Kannski ekki margra Óskara virði samt.