fimmtudagur

Árið nýja
Það byrjar vel og illa þetta nýja ár. Það góða var að mér var boðið að taka að mér enskuáfanga í Borgarholsstkóla (eða Borgó eins og við innanbúðarmenn köllum hann). Það er alveg mjög skemmtilegt. En svo ákvað ég að næla mér í flensuna í fyrradag og get því ekki verið eins aktív við undibúning kennslunnar eins og ég ætlaði mér. En ekkert er svo með öllu illt...því Guðni er veikur mér til samlætis og við erum hóstandi og sjússandi á norskum brjóstdropum í kór. Ég byrja ekki feril minn sem framhaldsskólakennari fyrr en á þriðjudag og verð vonandi orðin eiturhress. Ein spurnig: hvar kaupir maður kennaraprik?