föstudagur

Tími fyrir Eurovision

Já enn eitt árið er komin fiðringur í mannskapinn. Allir farnir að velja sér eitthvað glatað lag til að halda með, sem verður gleymt og grafið á nó tæm. Ég segji Rússland í þetta sinnið.
Og svo er það auðvitað Ísland. Ég þori ekki að segja það, ég þori varla að segja það. Á ég að þora að segja það? Ég er komin með pínu ogguponsu leið á Silvíu Nótt :( Nei djók, ég ætla að halda í mér fram yfir keppnina og finnast hún alveg frábærlega fyndin í smá tíma í viðbót. Ég er ekki alveg eins viss í minni sök eins og Hildur Edda, ég held hún geti alveg meikað það upp í úrslit. Og eins og sönnum íslendingi sæmir verð ég á meginlandi Evrópu þannig að ég geti kosið Silvíu.

mánudagur

Jibbý sumarfrí!


Eftir langt og strangt fæðingarorlof er ekkert annað í stöðunni en að fara til Spánar og slappa af. Á laugardag verður lagt af stað. Nói fékk passann sinn í dag. Sennilegasta sætasta mögg-shott í heimi.
Annars er ég orðin pínu upptrekt eins og móður sæmir. Nú er ég hætt að spá í hvort ég verði óheppinn og lendi við hliðina á ungabarni í flugvél. Nei, nú þekki ég örlög mín og bið til Guðs að krakkinn haldi ró sinni og að hendin á mér detti ekki af eftir að halda þéttingsfast um litla kútinn í 4 tíma. Var orðin heldur blóðlaus eftir örflug til Akureyrar þegar kallinn var 3 kílóum léttari.
Svo er það sólin. Brennt barn forðast sumarfrí með fjölskyldunni. Því er ég búin að handla inn sólgleraugu fyrir dverga, sólarvörn fyrir albínóa og sólhatt.
Annars ætla ég niður í geymslu að finna spænsku orðabókina mína...þarf að læra að segja setningar eins og "Hjálp, barnið mitt var stungið af geitungi!" og "Hafið þér matarstól fyrir börn á veitingastaðnum yðar?"