laugardagur

Guðni sniðugi
Við sóttum giftingarhringana okkar áðan. Þegar við settum þá svo upp (bara að stelast smá :) þá spurði ég Guðna hvort honum finndist gaman að vera með hring.
"Jah, þetta er náttlega ákveðin flugnafæla, maður er svoddan segull á þessar dömur."
Flugnafæla! Haha, mannsi minn vera sniðugur. Kannski ég láti hann fara með skordýraeitur næst þegar hann fer í guðfræðipartý.

gemmér fimm
niðri hér
uppá hús
stubbaknús

föstudagur

Seinheppnir frambjóðendur
Ég var uppí í búð áðan og fyrir framan hana voru tveir frambjóðendur að afhenda bæklinga með kosningaáróðri. Þeir buðu fólkinu fyrir framan mig góðan daginn og réttu þeim snepil. Síðan var komið að mér. Ég bauð góðann daginn og beið eftir að að mér yrði otaður bæklingur. En ekkert gerðist. Ég lét á engu bera og hélt áfram inn í búð. Þá heyrðist í örðum frambjóðandanum "Þessi var nú ekki kominn með kosningarétt" !!!!!! "Neeei" svaraði hinn rólega. Ég átti bágt með mig og var alveg að springa allan tímann inni í búð. Ég vissi alltaf að ég væri ungleg, en kommon, ég lít ekki út fyrir að vera 17 ára (eða yngri..)! Er það? Á leiðinni út passaði ég mig sérstaklega að líta húsmóðurlega út með bíllykla og fullan poka af grillmat. Mér var líka hugsað til kvittunarinnar vegna fyrstu afborgunarinnar af íbúðinni sem var í veskinu mínu. En ekkert gerðist. Sem betur fer eru mörg ár síðan ég hætti að láta það fara í taugarnar á mér að ég væri barnaleg. Betra en að vera kellingarleg segi ég. Vona bara að það endist út ævina.

Litla unglingahjartað í mér tók auka kipp...
Þegar ég las í mogganum að gerður yrði 10 year reunion þáttur með flestum upphaflegu krökkunum í Beverly Hills. Brandon, Brenda og allir hinir. Brandon var sko minn gæi. Ég var alltaf límd við skjáinn á miðvikudögum og það fór fiðringur um mig alla þegar upphafsstefið byrjaði. Þau voru svo sæt og rík og skemmtileg og ég tók auðvitað ekkert eftir því að þetta var þrítugt fólk að leika sextán ára unglinga. Nei ó nei, ég setti sko allar myndir af þeim uppá vegg sem ég fann í ABC og sendi Steve aðdáendabréf því ég hafði lesið að hann svaraði mörgum með símhringingu. Svo hætti þátturinn að vera skemmtilegur einn dag og Melrose Place gerði aldrei það sama fyrir mig.

fimmtudagur

Dag skal að kvöldi lofa...og mey að morgni
Þegar ég skráði mig í námskeið vorsins fannst mér alveg tilvalið að vera í sem flestum ritgerðaeiningum. Hugsaði með mér að skárra væri að sitja yfir tölvunni en að sitja próf. En það get ég sagt ykkur að það er ekki góð hugmynd að eiga að skila 3 ritgerðum á morgun! Og ég er ekki hálfnuð með þá síðustu :( Er þar að auki að morkna því Guðni er farinn að hlusta á Hauk mág sinn predika en ég þarf að vera heima.

Gleðilegt sumar
Og takk fyrir veturinn. Í huganum sendi ég ykkur öllum brennibolta, snúsnúbönd og krítar og vona að við sjáumst öll í eina krónu við stóra tréð í Einarsgarði.

miðvikudagur

Spurning dagsins
Hver er besta leiðin til að heilla kennarann sinn í ritgerð? Eru það margar heimildir, þar af nokkrar sem hann stakk ekki upp á sjálfur? Má maður alls ekki vitna í hans eigin verk eða er það kannski besta leiðin til að fá ágætiseinkunn? Eru góð upphafsorð lykillinn?

Er verið að reyna að drepa mann hérna?
Ég setti léttsúrmjólkina í skál og fann múslí á borðinu sem Guðni hafði keypt. Fannst þetta vera ágætis hollustumorgunverður fyrir mig sem er orðin feitar en mamma mín sem er 53. Brá því heldur betur þeagar ég stakk fyrsta bitanum upp í mig og fann óvenju sætt bragð af einhverju sem átti að vera frekar vont. Og viti menn, Guðni er að reyna að drepa mig! Hann keypti múslí með SÚKKULAÐI! Hann vill augljóslega byggja upp Kárahnjúka-kransæðastíflu í æðakerfinu mínu eða þá er hann að vona að ég verði eins og flóðhestur í brúðarkjólnum. Bannað! Bannað segi ég!

þriðjudagur

Davíð bilaður?
Fulltrúi Sjáfstæðisflokksins hringdi í mig í dag í angistarkasti. Hann var ekkert að reyna að selja mér flokk sinn enda er ég ekki líkleg til að kjósa sjallana í maí. Hann vék sér hinsvegar beint að efninu og sagði mér að flokkurin þyrfti á mér að halda. Eða öllu heldur piparkökumóti í mannslíki sem ég gæti eða gæti ekki átt. Því miður gat ég ekki hjálpað bláu höndinni með kökuformið enda átti ég bara hana, hjarta, sveppa, stjönu og grísaform. Og ekki vildi Davíð grísaformið. En ég ætla að geyma það ef Óli skildi hringja á morgunn. Lái ég það engum trúi hann ekki þessari sögu, þó hefi ég í engu logið.

Baggalútur
Pennarnir á baggalút fá mig alltaf til að brosa. Spurningarnar, fréttirnar, myndirar, allt er fyndið. Ég er að deyja úr forvitni hvernig fólk þetta er. Ég held þetta séu strákar um þrítugt, örugglega allir háskólagengnir ef ekki úr Lærða Skólanum. En kannski er ég sú eina í heiminum sem veit ekki hverjir þetta eru? Vill einhver segja mér? Allaveganna eru þetta velskrifandi menn. Takk fyrir Baggalútúr.

Íbúð
Fáum steipugrísinn eftir tvær vikur. Flytum inn eftir próf eða eftir 12 maí. Ég er ótrúlega róleg enda er ég blíföst í ritgerðarsmíðum. Skrifa nú um diglossiu, polyglossiu og code-mixing. Áhugasamir geta fengið ritgerðina senda gegn greiðslu. Verð 1,000,000kr. (einhvern veginn verð ég að lifa faktískt!)

mánudagur

Mjööög skemmtilegt próf, jafnvel þó maður hafi aldrei séð leiðarljós

BlakeGuiding
Blake Thorpe: Thu ert illgjorn kona sem svifst
einskis til ad koma ser a framfaeri, baedi i
atvinnu og astum! Pabbi thinn er rikur og
voldugur og thu notar sambond hans oft til ad
koma ther a framfaeri. Nuverandi elskhugi thinn
er fyrrverandi elskhugi modur thinnar og
erkiovinur pabba thins! En thad stodvar thig
ekkert!


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla

Góður vinur getur gert kraftaverk...eða sett saman tölvu
Ég þarf að kaupa tölvu. Maður skilar ekki BA-ritgerð handskrifaðri bundinni saman með rauðu garni eins og í gamladaga. Því þarf ég að punga út um 100 þús fyrir grátt plast sem suðar leiðinlega í. En ég á góðan vin. Hann heitir Hrannar og sagði mér í gær að hann myndi bara setja saman eina tölvu fyrir slikk. Ég verð að finna eitthvað fallegt til að gera fyrir hann í staðinn. Ég læt eina góða vísu úr Hávamálum fylgja hér:

Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.

Lögfræðinemi ritar á ný
Vonandi fáum við að heyra reglulega frá henni Berglindi (sem er enn bjútí í mínum augum) en hefur hafið annálaritun á síðunni lindýr

sunnudagur

Ásdísar Saga Hrakfallabálks
Klukkan 7:45 á páskadagsmorgun var ungt par að flagga fyrir framan heimili sitt í tilefni dagsins. Þau voru á leið í messu og í sparifötunum. Við fánahyllinguna spurði ungi maðurinn konu sína í tvígang hvort hún væri ekki örugglega með lykla. Jú jú! En 3 sekúndum eftir að hurðinnni hafði verið lokað uppgötvaði hún að gleymst höfðu allir lyklar, af bæði bíl og húsi. Nú voru góð ráð dýr. Ekki stóð til boða að vekja þá fjölskyldumeðlimi sem einnig hafa lyklavöld en búa í órafjarlægð og fór því unga parið labbandi í messu, stúlkan á nælonsokkabuxum og sandölum. Síðar um morguninn, eftir að unga konan hafði fengið á sig nokkrar gusur úr reiðiskálum unnustans fékkst hjálp velviljaðra ættingja.