þriðjudagur

Engin brettagella
Ég var með familíunni á Akureyri um helgina og leigði mér snjótbretti. Ég var að koma mér niður að lyftunum þegar ég flaug beint á hausinn (ég er enn stíf í hálsinum) og lyftumaðurinn kom til að athuga hvort ég væri í lagi. Hann dró mig og systur mína svo að barnatoglyftunni og ég náði að hanga í henni í um 20 metra. Þá datt ég og meiddi mig í úlnliðnum. Ég kann ekki við að meiða mig og ég hef ekki dottið úr toglyftu í áratug. Systir mín var alveg jafn vonlítil og ég og við fórum því og settum á okkur skíðin eftir hálftíma tilraun við að vera hipp og kúl brettagellur. Maður má nú ekki alveg tapa virðingunni.

mánudagur

Nú, er það?
Ég hafði ekki minnstu hugmynd um að ég gæti kosið rektor við HÍ. Systir mín spurði mig um helgina hvern ég ætlaði að kjósa og ég bara "kjósa hvað?". Hún segir að það sé búið að senda marga pósta um þetta og allt. Það er ekki oft sem ég er svona utangátta. En þetta kemur mér skemmtilega á óvart enda eigum við háskólanemar þvi ekki að venjast að ráða nokkru. Vissuð þið þetta, eða dílítið þið öllum HI-NEM pósti eins og ég?