laugardagur

Mahút með meiru!
Í gær settist ég á bak hinnar 35 ára gömlu fílastelpu Samawa. Telpan sú var mikið átvagl og stoppaði oft til að rífa upp svona eins og dágott birkitré til að nasla á. Svo spurði fílatemjarinn (eða mahútinn) hvort við vildum synda með fílunum. Já já, er þetta ekki bara smá busl. O, ekki nei. Þegar útí fljótið var komið varð fílunum heitt í hansi og veltu sér um og fóru í kaf. Skemmtu sér konuglega. Þetta endaði auðvitað með því að við duttum öll af baki og ég synti ekki bara með fílunum, heldur líka með risa risa kúkunum sem fílastelpan ákvað að kúka þegar ég var að reyna að synda í straumharðri ánni. Svo á leiðinni heim fór mahútinn af baki og ég stjórnaði skepnunni af mikilli fimi, að mér fannst. Einstök upplifun verð ég að segja.

miðvikudagur

Til lukku Reykjavík
Hún á ammli í dag. Ég hugsaði til borgarinnar minnar í gær þar sem ég sat í Túktúk (þríhjóla opinn leigubíll) í hávaðanum í miðborg Bangkok. Það var hitamolla og mengun og bílstjórinn sem hafði reynt að græða á okkur big time tróð sér milli bílanna sem stóðu í umferðarflækju. Þetta var allt mjög framandi og ferlega spennandi. Gaman og lærdómsríkt. En skyndilega fannst mér Reykjavík sko engin borg, bara svalt sveitaþorp. Og ég held mér líki bara fínt að eyða ævinni í sveitinni.

sunnudagur

Satt vid sundlaugina
Eg la vid laugina og heyrdi tal tveggja ungra manna sem voru ad kynnast. Breta og frakka, en teir hafa longum eldad gratt silvur saman. Umraeduefnid var fotbollti. Bratt kom i ljos ad frakkinn var gydingur og bretinn muslimi en teir raeddu i mesta broderni eiginleika leikmanna. Audvitad vildi Gudni vera med i tessu skemmtilega spjalli og gaf sig tvi fljott a tal vid drengina. Og tannig kom tad til ad franskur gydingur, breskur muslimi og kristinn islendingur urdu sem einn madur i sameiginlegum truarbrogdum. Teir urdu braedur i boltanum.