föstudagur

Ódugleg í blogginu
En ástæðan er ekki sú að það hafi lítið á daga mína drifið. Síður en svo. Síðan síðast er ég orðin hamingjusamur eigandi uppþvottavélar, þurrkara og allt of stórs sófasetts (já, við vorum svo vitlaus að mæla ekki stofuna fyrst!) og fjölskyldan fékk góðar fréttir frá læknum föður míns. Þannig að hér ríkir þónokkur hamingja. En ég verð þó að taka fram að ég tek ekki við hamingjuóskum með sigur Borghyltinga í Gettu betur. Það þarf meira en nokkrar vikur á kennarastofunni til að umbylta MR-hjartanu sem er sært og biturt með að komast ekki einu sinni í sjónvarpið.