miðvikudagur

Þarfir
Ég hef aldrei fundið fyrir löngun eða þörf fyrir því að eiga fartölvu. En það breyttist í gær. Ég sat aftast í kennslustofu í Borgarholtsskóla og var að rembast við að punkta niður með penna og stílabók á hnjánum. Var í áheyrn hjá leiðsagnarkennaranum mínum. Mér var litið upp á stúlkuna sem sat fyrir framan mig, 17 ára píu. Hún var bara að glósa voða pent og snyrtilega og fljótlega á fallegu svörtu tölvuna sína. Og mér var hugsað til þess að þegar heim væri komið þyrfti ég að pikka alla punktana inn í heimilistölvuna. Þá hugsaði ég: Mé langa sona!

mánudagur

Meistari Bryndís, meistari Bryndís!
Sefur þú? Nei hún systir mín svaf ekki mikið síðustu nótt enda varði hún masters-ritgerðina sína í dag og var að vonum stressuð. Ég var afar stolt af diddu og ekki síður þegar tilkynnt var að hún hefði staðist með 10 í einkunn!! Önnur í sögu læknadeildar sem fær þessa einkunn fyrir mastersritgerð. Snillingurinn sefur því væntanlega rótt í nótt.

sunnudagur

Takk fyrir
Það er ekkert betra en að lyfta sér svolítið upp þegar maður hefur verið daufur í dálkinn. (Hvað er annars dálkur?) Þess vegna vil ég þakka fyrir skemmtileg heimboð um helgina og góð spjöll. Góð heimsókn er gulls ígildi.