laugardagur

Steik
Mér er boðið út að borða í kvöld af foreldrum mínum. Þau eru æði. Þau ætla með okkur krökkunum á Hereford Bistro þar sem fást steikur. Við höfum nokkrum sinnum lagt leið okkar á HB við Tivoli í Köben og það var lengi vel eini staðurinn sem hún móðir mín gat borðað nautakjöt. Mamma er sérlega matvönd. Núna er HB komið til landsins og spennandi að sjá hvort það stenst samanburð. Mamma og pabbi fóru um daginn og voru ánægð. Góðar steikur eru nauðsynlegar svona einstaka sinnum. Mikið meira er bara ógeð.

föstudagur

Gott nafn
Ég er að gera ritgerð um karakter sem heitir Hepzibah. Ég er búin að skrifa nafnið svo oft að ég er komin með það á heilann. Öll börnin mín 57 munu heita Hepzibah. Líka strákarnir. Hepzibah Pyncheon. Og þau mega sko ekki vera kölluð neitt annað. Ekkert Heppa, Hebbi eða Zibba. Ó nei.

Af hverju blogga ég mikið núna?
Ástæðan er sú að ég sit við tölvuna allan daginn og reyni að skrifa ritgerðir en nenni því ekki. Betra að blogga! Enginn gefur manni einkunn fyrir það.

Enn ein árshátíð
Annað hvort eru haldnar of margar árshátíðir almennt eða að ég er félagi í of mörgum félögum. Ég er að fara á mína fjórðu árshátíð í kvöld á 2 mánuðum! Samt komst ég ekki á árshátíð enskunema :( Ekki það að mér leiðist að fagna í góðra vina hópi. Það er mjög gaman. En hinsvegar þá er ég fátækur námsmaður og það kostar að vera glamúrgella. Þetta mætti með sanni kallast lúxusvandamál.

Síðasti kennsludagur...
...var í gær. Ég er því búin! Og líka alveg búin á því eftir 17 ára skólasetu. Kominn tími á að ég fari að vinna. En samt ekki fyrr en að loknum 3 ritgerðum, einni BA ritgerð og 2 prófum. Ég geri samt ráð fyrir að snúa aftur í skóla innan fárra ára. Ég velti því nú fyrir mér hvers virði eru 17 ár í námi? Í peningum? Í andlegri auðlegð? Í vitsmunalegum þroska? Enskukennarinn minn í menntó sagði eitt sinn "Það er svo vont að vita ekki neitt". Ég er alveg sammála henni. En maður veit ekki hvað maður veit ekki fyrr en maður veit smá. Núna veit ég smá og er hálf órótt um allt sem ég hef ekkert vit á.

fimmtudagur

Allir til Krítar
Mamma og pabbi eru að fara í páskaferð til Krítar á sunnudag. Systir mín og mágur fara í köfunarferð í júní til Krítar. Ég og Guðni förum í turtildúfukeleríisferð til Krítar í júlí. Það verða bara grískar leikhúsgrímur og gervifornmunir um allt hús. Og falleg sólbrúnka.

miðvikudagur

Blessaðar brúðirnar
Æææ, en fyndið. Á þeirri stórmerku síðu brudkaup.is hittast konur eins og ég og ræða málin. Það fyndna er að oft verða þar virkilega heit skoðanaskipti um brúðkaup!!! Trúi því hver sem vill. Núna eru einhverjar elskur að kvarta undan því að prestar skuli einmitt þurfa að vera á prestastefnu þegar þær ætla að gifta sig. Ein segist meira að segja hafa skipt um kirkju og farið í Fríkirkjuna. Hvernig dirfist þessum prestum að láta ekki vita af þessum ósið sínum að þurfa að funda svona á miðju sumri? Vita þeir ekki að ekkert er mikilvægara en brúðkaup?

þriðjudagur

Crush, góð mynd
Fór í bíó í gær á mynd sem kom mér á óvart. Breskt kómedíudrama (eða dramakómedía?) sem er tilvalinn til að fara með mömmu sinni á, eða vinkonum. En strákar geta skemmt sér líka, því Salvar, sem kallar ekki allt ömmu sína og vildi sko frekar fara á Shanghai Knights, fannst myndin bara fín. Og eitt enn stelpur, takið smekkina ykkar með ykkur því strákurinn í myndinni framkallar sleeeef.

mánudagur

Hvor er mine ordböger?
Orðabókin mín er týnd. Það er mjög undarlegt þar sem hún er rúmmeter að stærð og vegur 5 kíló. Samheitaorðabókin mín er líka týnd. Hún er svipuð að stærð. Ég er farin að halda að þær hafi farið saman til Kanarí. Eða í fermingarveislu til Oxford þaðan sem þær eru ættaðar. Please come back girls, I really need you.

Þess sem ég á eftir að sakna þegar ég flyt
Mömmu og pabba (mér þykir vænt um settið)
BBC prime (Changing Rooms...mmmm)
Bjöllumatar (svona frakost um helgar, hringt er bjöllu til að kalla í matinn)
Sítengingar
Láka (hvað gerir fólk án kisu?)
Að hafa alltaf auka bíl
...


Er að henda í eina ritgerð um lagamál
For hundreds of years, legal documents have been criticized for being illegible for the ordinary laymen. As early as 1596 until the present day, voices have been heard that want to facilitate the understanding of contracts, wills and other legal texts that the general public encounters.

Áhugavert?

sunnudagur

Mamma bezt
Hún elsku besta mamma gaf okkur elskhugunum páskaegg! Jibbý! Og viti menn, á toppi þeirra situr annars vegar brúðarstrympa og hisvegar brúðgumastrumpur. Ég gæti grátið af hugulseminni í henni mömmsu. Við Guðni munum glöð kjammsa á súkkulaði um páskana.