föstudagur

Það gladdi mitt litla hjarta...
...að sem ég var að horfa á Beðmál í borginni í gærkvöldi þá voru þær stöllur staddar á veitingastaðnum sem aldrei fyrr og matseðlarnir þeirra voru gerðir úr nákvæmlega sama pappír og boðskortin í brúðkaupið okkar Guðna. Fyrir þá sem ekki vita er pappír sá nokkuð sérstakur og því var ekki um að villast. Skemmtileg tilviljun sem fékk mig til að hringja stax í diddu mína, sem fannst þetta ekki alveg jafn spennandi og mér. Af hverju skildi það vera? Eins og þetta er nú merkilegt!

fimmtudagur

Áreiðanlega Tanka
Ég samdi ljóð. Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ákvað að henda í eina japanska tönku. Hún er fullkomin að innihaldi og bragarhætti (fyrir utan innhald og bragarhátt að sjálfsögðu) og bið ég alla að njóta vel. Ég tileinka tönkuna eiginmanni mínum.

Vindasamt í Trönuhjalla

Fyrsta haustlægðin kom í gær
og ég forðaði skyrtunum hans af snúrunni
svo hann yrði ekki sár
út í vindinn

Nýr meðlimur
Við hjá alþjóðasamtökum húsmæðra fögnum nýjum meðlim í okkar raðir. Er það engin önnur en Berglindýr sem heldur nú heimili í fyrsta sinn á Sólvallagötunni. Velkomin! Hustruin fær að sjálfsögði þrjú viskastykki og leyniuppskrift félagsins af marengsbotni í tilefni dagsins.