föstudagur

Brúðkaup x2
Við Danir (en þeirri þjóð tilheyri ég að einum fjórða) erum alveg svakalega ánægðir með nýju fallegu prinsessuna okkar hana Mary og mikið var Friðrik frændi minn krúttlegur með tárin í augunum. Engin þjóð er jafn kóngakreisí eins og baunarnir, enda amma búin að sitja við skjáinn með stillt á DR1 síðan kl 8 í morgun...og er enn að ef ég þekki kellu rétt.
Sjálf er ég að fara í brúðkaup á morgun, þó það verði öllu íburðarminna en alveg örugglega jafn fallegt og sennilega miklu skemmtilegra en hið danska. Það er Margrét Ólöf sem verður gefin sínum suðræna draumaprinsi í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð á morgun.

fimmtudagur

Aftur í skólann
Öðlingarnir í Félagsvísindadeild hafa ákveðið að ég megi fara í kennsluréttindanám. Ég er glöð yfir því og hlakka til að setjast aftur á skólabekk. Eftir eitt ár verð ég svo orðin enskukennari og get lögum samkvæmt talið óhörnuðum unglingum trú um að cost sé eins í nútíð, þátíð og þáliðinni tíð.

miðvikudagur

Uppáhalds Eurovisionlagið þitt!
Nú erum við í Eurovision Anonymus alveg að ærast úr Euró-gleði. En spurt er: hvað er uppáhalds Eurovisionlagið þitt, fyrr eða síðar, íslenskt eða erlent? Mitt er Gente di mare. Húbba húbba húlle húlle var samt einu sinni í uppáhaldi.

mánudagur

Til lykke kære mor og far!
Í dag eiga elskulegir foreldrar mínir 30 ára brúðkaupsafmæli. Þau giftu sig í kyrrþey (amma er ennþá fúl) og dómarinn kallaði mömmu Guðrúnu (hún heitir Guðný). Í tilefni dagsins munum við dæturnar bjóða til kvöldverðar og munum við bera á borð maríneraðan lax, ofnbakaðar kjúklingabringur og melónukombó (hljómar þetta ekki rigitg pænt?).

Úffí púffí!
Bara allt breytt hjá blogger. Alveg villt bara.