föstudagur

Höööööhou....höööööooou (æluhljóð)
Þetta er ég að eipa á prófunum. Ég sko komin með alveg hingað af Shakespeare. Ég er búin að lesa svo mörg leikrit að enginn hefur heyrt um þau. Hver hefur svo sem heyrt um Coriolanus? Svo er ég farin að tala í frösum "Ay, my virtuous madam" (í staðin fyrir já mamma), "Noble sir, I am pregnant of thine words" (já guðni ég er að hlusta). En þetta lagast allt á morgun þegar ég klára...jibbý!

fimmtudagur

Danska amman
Jæja, það er sannarlega jólaboði þegar amman er sest í eldhúsið og farin að reykja mann í kaf þegar maður er að reyna að borða special-k. Annars er hún ágæt hún amma en þó soldið skondið að besti vinur hennar er sjónvarpið. Þess vegna segir hún manni ekki sögur af því sem á daga hennar hefur drifið heldur finnst henni miklu skemmtilegra að segja manni hvað gerðist í síðasta Lykkehjulet/Fangerne pa forted/Lördagsbingo þætti. En eins og margir vita þá er fátt eins óspennandi og að hlusta á hvað geriðst í einhverjum sjónvarpsþætti fyrir 2 mánuðum. Frekar vil ég heyra sögur úr stríðinu eða úr siglingarævintýrum. Amma mín hefur nebblega komið til allra landa í heiminum sem hafa landamæri að sjó. Eða þar um bil, kannski ekki Antartíku. Þær sögur eru sko ekkert slor.

miðvikudagur

Lítið þarf til að gleðja einfalda sál
Nú hafa þeir spáð hvítum jólum þessar elskur. Ég gæti ekki verið glaðari. Ekkert er jólalegra en drifhvítur snjór á jóladag þegar maður er á leiðinni til afa og ömmu. Og ég hef enga samúð með þessu fólki sem vilja ekki sjá snjó. Klæðið ykkur í hlý föt, setið á ykkur leðurhanskana sem þið fenguð í jólagjöf og farið út að skafa. Það versta sem gerist er að þið fáið sætan roða í kinnarnar. :) Guði sé lof fyrir snjóinn.

þriðjudagur

Próf í dag
Það gekk bara svona lala. En samt vissi ég hvaða ritgerðarefni kæmu. Þannig að ég var alveg undirbúin en maður fer samt alltaf eitthvað að steypa. Við spurðum kennarann fyrir stuttu hversu langar rigerðirnar ættu að vera og hann svaraði skemmtilega: "Essays should be like a womans skirt, long enough to cover all the important parts, but short enough to be interesting." En vissuð þið að essay er komið frá frönsku sögninni essayer, sem þýðir að reyna fyrir ykkur sem eruð búin að gleyma frönskunni (as if). Þannig að maður er ekkert að skrifa, bara að reyna.

mánudagur

Jól(agjafir)
Það pirraði oft mína nánustu að ég hef yfirskilvitlega gáfur þegar kemur að því að vita hvað er í mínum jólapökkum. Og ég þarf ekki einu sinni að koma við. Í ár er ég hinsvegar ekki mjög heit. Þó fæ ég að sjálfsögði nærföt frá ömmu (eins og alltaf), og gott ef ekki að ég fái heimagert glerlistaverk frá afa og ömmu eða þá bók. En fyrir ykkur sem eruð að velta fyrir ykkur hvað á að gefa mér á fæðingarhátíð frelsarans þá kemur hér afar hógvær óskalist.
Frið í heimi
Samúð meðal manna
kross með steinum (en í raun treysti ég engum til að finna þann rétta svo ekki hætta ykkur á þá braut)
peysu
Don Kíkóta
borðlampa
straujárn
pastasigti
Skurðarbretti
hnífastand sem passar undir hnífana mín löngu

sunnudagur

Biblíubrandarar

Reverend Fun
Nýr brandari á hverjum degi:


www.reverendfun.com


Skoðaðu baksíðu Moggans í dag
Þá sérðu mynd af jólasveini sem ég þekki betur en flestir. Ég fell svo auðveldlega fyrir mönnum í einkennisbúningum. Ég hefði ábyggilega lent í ástandinu ef ég hefði verið til þá.