laugardagur

Á sumum heimilum...
...fara örþreyttir eiginmenn, sem voru að skrifa ritgerðir til 5:30 undanfarna nótt, að sofa kl 10 á föstudagskveldi. Um það leiti eru eiginkonurnar að gera sig tilkippilegar fyrir skrall. En ósjálfstæðu eiginkonurnar geta ekki gert neitt einar þannig að þær hanga bara á netinu fram á nótt fyrst ekki er hægt að draga kallana úr rúminu. Einstaklega eimdarleg og aumkunarverð raunasaga úr Kópavoginum.

föstudagur

Sko alminnlegt
Þeir sem ekki fengu nóg af fallegum prinsessum í brúðarkjólum í síðustu viku geta ef til vil svalað þorsta sínum á morgun þegar Filipe spánarprins gengur að eiga hina íðilfögru fréttakonu Latiziu Ortiz. Hildur, og aðrir sem finnst hér illa farið með skynsemi almennings geta bara lokað augunum á meðan. Hérna er samantekt el Mundo um boda real

fimmtudagur

Íbúðareigendur
Ég heimsótti hinn nýbakaða íbúðareiganda Magneu Sverrisdóttur í dag og allt var á fullu í málningarveseni. En fleiri eru á flytjandafæti. Af nýjum (væntanlegum) íbúum Kópavogsins ber helst að telja þær MR-stöllur mínar Erlu, Berglindi og Kristínu. Til lykke alle sammen.

Danke schön
Þórey Sif Brink Harðardóttir, konan með stóra nafnið, var með þetta líka rokkna afmælisboð í gær. Það var gaman. Ég spjallaði við Völu um arkítektúr, heyrði skoðanir Berglindar um Evrópurétt og hlustaði á Hildi Eddu tala fjálglega um óréttmæti kóngafjölskyldna. Svo strauk ég bumbuna á Erlu og ræddi við Kristínu um gjaldkerastarfið og Kópavoginn. Og þetta er aðeins brot af því besta.

sunnudagur

Afmælisbylgja
Hildur Edda, eðalsnillingur, á afmæli í dag. (Ég hringdi en þú varst nicht zu hause)Það þýðir aðeins eitt: Gæðablóðin Sandra og Þórey eiga líka afmæli á næstu dögum og skal þeim öllum óskað til hamingju með árin tuttuguogfjegur.